Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
40
semdar síns föðurlands«. var það mál vitrustu manna
sem þekktu hann, að ei mundi hér á landi hafa lærðari
lög-maður verið«. Auk þess voru Eggerti veitt sæmileg eptirlaun
í minningu hins fyrra starfa, uns hann gat fengið
lögmanns-laun er honum sæmdu. Sést af þessu sem öðru að Eggert
hefir verið mikils metinn meðal fræðimanna í Danmörku.
Sama ár gekk Eggert að eiga Ingibjörgu döttur Guðmundar
sýslumanns fóstra síns og voru þau systkinabörn. Var
brúð-kaup þeirra haldið að Reykholti í Borgarfirði1 með mikilli
rausn að fornum sið og var siðaskipun og veizla með sama
hætti, sem tíðkaðist hér á landi á 15. öld og fram á hina 16.
Var þar brúðgumareið og minni borin að fornum sið, var
flest haft af íslenzkum efnum, fatnaður Eggerts var alíslenzkur,
matur islenzkur og drukkinn íslenzkur grasamjöður2. Segir
Björn Halldórsson i »Æfi« Eggerts: »margir voru slíkir hans
hættir, er hnigu allir að þvi, að hann vildi allskostar á lopt
halda hinni góðu og gömlu landsvenju og forfeðranna
hóf-semi, en eyða fyrirlitning síns föðurlands«. Um vorið áður
hafði Eggert reist bú á Hofsstöðum og lét byggja þar
stór-mannlega, skipaði hann búráðum að hausti, en fór með konu
sinni eptir brúðkaupið að Sauðlauksdal og voru þau hjón þar
um veturinn, því húsastníði á Hofstöðum var enn ekki lokið.
Um vorið 1768 í maímánuði kom sunnan yfir
Breiða-fjörð stærsti áttæringur sem til var undir Jökli og átti Jón
r /
sýslumaður Arnason skipið; átti það að sækja Eggert
Olafs-son og konu hans með fylgd og fjármunum. AIls voru 9
menn á áttæringnum norður yfir, fengu þeir erfiða ferð, en
komust þó klakklaust undir Skor eptir tveggja daga útivist,
gengu þaðan til Sauðlauksdals og voru þar um hvítasunnuna.
Að þvi búnu réru þeir skipinu til Keflavíkur og þar var það
’) þar var síra þorleifur Bjarnason móðurbróðir Ingibjargar prestur.
3) Brúðkaupi Eggerts Ólafssonar er lýst í bréfi frá Birni prófasti
Halldórssyni til Jóns Ólafssonar varalögmanns og er það prentað í
Fjallkonunni II. 1885, bls. 23—24, 27. Á landsbókasafni er til rit eptir
Eggert Olafsson: »Uppkast til frásagna um brúðkaupssiðu hér á landi*,
að mörgu merkilegt rit og fróðlegt. Lbs. nr. 551-4°. Trúlofunarbréf
Eggerts. Hdrs. J. S. nr. 95, fol.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>