- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
42

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

42

veltast í sjáfarólgunni af því að það var mjög háfermt, vildi
þá svo óheppilega til, að söðullinn með frú Ingibjörgu valt
út i sjóinn, Eggert spratt þá upp og greip til hennar, en i
ofboðinu sleppti hann stjórnartaumunum svo skipinu sló flötu.
fyllti að mestu og hvolfdi; er mælt að Eggert og Ófeigur hafi
komizt á kjöl tvisvar en farizt svo er skipið sífelt veltist.
Ekki vita menn hvort þetta eru annað en munnmælasögur
einar. í>e nna dag gjörði hið mesta stórviðri og ósjó á
Breiða-firði, svo menn mundu eigi annað eins hafrót; fiskimenn þeir
er róið höiðu björguðust, af þvi þeir sneru til lands fyrir
dagmál1.

Af því æfi Eggerts Ólafssonar eptir Björn Halldórsson nú
er mjög sjaldgæf og i fárra manna höndum þvkir hér við
eiga að prenta lýsing þá á Eggerti, sem þar stendur: »Eggert
var með hærri mönnum að vexti, heldur grannvaxinn að því

’) Hið sorglega fráfall Eggerts Ólafssonar vakti mikinn harm og
söknuð um allt land og varð yrkisefni margra skálda fyrr og síðar. 1
æfiminningu Eggerts eru 4 saknaðarljóð prentuð. ennfremur má nefna
Fjörgynjarmál eptir Björn Halldórsson framan við Lachanologia 1774,
»Bímur af hvarfi og drukknun Eggerts Ölafssonar kveðnar af Árna
íorkelssyni frá Meyjarlandí*, 2 rímur, hin fyrri 114 erindi, hin síðari
181. Hdrs. J. S. nr. 358-4° og Eggerts kviða eptir Daða Níelsson fróða
kveðin 1833. Hdrs. J. S. nr, 164 fol. og nr. 322-4°. Ólafur Ólafsson
(Olavius) gaf út: >Draumadiktur um söknuð og sorglegan missir þess
hávitra, göfuga og góða manns Eggerts Ólafssonar vicelögmanns sunnan
op austan á Islandi, ásamt hans dygðum prýddrar konu frúr Ingibjargar
Guðmundsdóttur, sem að guðs ráði burtkölluðust þann 30. Maj 1768
sínum ástvinum og náungum til harms og sorgarauka, en föðurlandsins
réttsinnuðum elskendum til hugarböls og hrellingar, samin af einum
þeirra þeigjandi vin 0. 0.« Kaupmannahöfn 1769-4°. Kvæðið sjálft er
32 erindi. Bækling þessum fylgir koparstunginn uppdráttur (stunginn
af I. Haas) með útskýringu. þar er skip á hvolfi, tvær hendur karls
og konu teygja sig upp úr sjónum og grípa til skipsins; til hægri er
Minerva hnuggin með alvæpni og hjá henni ugla og hani, til vinstri 4
konur í íslenzkum skautbúningi grátandi. í skýjum fyrir ofan tveir
englar með básúnur, sá frá vestri boðar harmatíðindin >sum missus ab
alto. solvens juncta prius*; hinn í austri boðar »sum missus ab alto,
jungens juncta priusc. Eins og kunnugt er hafa þeir Jónas
Hallgríms-son og Matthías Jochumsson ort fögur kvæði um dauða Eggerts
Ólafs-sonar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0050.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free