- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
44

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

44

sem færði honum þær og gjæti sá sýnt af eigin reynslu nytsemi
þess, er hann hafði fundið, fékk hann stundum umbun fyrir.
011 præjudicia almúgans eða annara manna rangar meiningar
og einþykkni, leitaðist hann jafnan við að uppræta, en sýna
mönnum annað sannara. Alla æfi var hann fjarlægur
þræt-um og afskiptalaus var hann um deilur manna, nema hvar
hans tilhlutan gat valdið sáttum«. Eggert þótti vera nokkuð
stórlátur við alþýðu einkum í margmenni og var það
fyrir-manna siður i þá daga, en hann var hinn mannúðlegasti og
bezti maður í viðræðum við hvern mann, er átti tal við hann
einslega, hversu lítilmótlegur sem hann var. Alla daga var
Eggert trúrækinn maður, vandlátur að helgihaldi og
guðs-þjónustu og á seinni árum las hann mikið ritninguna og bækur
frægra guðfræðinga; sálmur sá, sem hann orti sama vorið
sem hann drukknaði, ber vott um trúarauðmýkt og hugarstríð1.

Það sést af kvæðum Eggerts og rit.um, að hann hefir
verið fyrirtaks gáfumaður og mjög iðinn; hann hefir eflaust
verið fjölhæfastur allra Islendinga, er þá voru uppi og þó
lengra sé leitað. Auk latínu og grísku kunni hann dönsku,
þýzku, ensku og frönsku vel og skildi ítölsku og portugisku;
hann var mjög vel að sér í íslenzkri fornfræði og málfræði
og ritaði margt um þau efni: íslenzku vandaði hann manna
bezt eptir því sem þá voru föng á, tók hann það sárt hve
málið var farið að spillast, hvatti til umbóta og reit um
is-lenzka réttritun; skáld var hann eitt hið bezta á 18. öld og
lagamaður allmikill2. Við þetta bættist svo, að hann var

’) Æfi bls. 61 — 64; Kvæði bls. 113-114.

3) Flest rit Eggerts eru talin í æfisögu hans bls. 21—26, í Hist.
eccl. Isl. Pjeturs Pjeturssonar biskups bls. 425 og í Minerva 1803 II,
bls. 307—311. Mörg handrit hans týndust með honum. Auk þeirra
rita. sem hér eru annarsstaðar nefnd í þessari bók, má geta þessara
handrita: »Geographia veterum< með athugasemdum eptir Gunnar
Pálsson (registur eptir stafrofsröð yfir helztu nöfn í sögunum 70 bls.).
Ny kgl. Samling 362-4°. Sbr. Lbs. nr. 449-4°. Ágrip af ritgjörð.
Populorum aquilonarium theologiæ gentilis historia sive de natura
deorum et in specie geniorum antiquiss: Island: monumentis illustrata
per Egerh. Olavium Hafniæ 1751. Lbs. nr. 241-4°. Agrip af
lacbano-logiu Eggerts hdrs. J. S. nr. 464-4°. Ritgjörð Eggerts um íslenzka

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0052.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free