- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
55

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

55

forðist mold þá, sem lundar hafa setið á1. Eggert lýsir refum,
grenjum þeirra, lifnaðarhætti og refaveiðum, hann segir einnig
sögu, sem hann þó ei trúir sjálfur, um það hvernig refar
sigi í björg eptir eggjum með því að bíta hver í skottið á
öðrum2. Eggert lýsir öllum hinum helztu selategundum
eink-um á Vestfjörðum og selaveiði manna, getur og um rostunga,
að þeir stundum komi undir Jökul og á Austfirði, hann telur
einnig hvali við Island og lýsir sumum þeirra eptir eigin
sjón, hafa þeir félagar mælt þá hvali, er þeir sáu og skoðað
innyflabyggingu þeirra; Eggert skiptir hvölunum í skíðishvali
og tannhvali og sleppir öllum kynjasögum um þá, en þær
voru fyrr aðalefni í öllum hvalaritum. Um fugla á Islandi hefir
Eggert ágætlega ritað og má í því efni enn finna mikinn
fróð-leik í ferðabókinni; hann lýsir meginþorra íslenzkra
fugla-tegunda (alls 60 tegundum) og segir allt er hann hefir sjálfur
athugað eða getað uppspurt um lifnaðarhátt þeirra,
sérstak-lega er hann fjölorður um æðarfuglinn og svartfugla og lýsir
nákvæmlega fuglaveiði í björgum vestra. Til er enn þá
sér-stök ritgjörð eptir Eggert um íslenzka fugla3, þar eru taldar
69 tegundir, allar með nákvæmum lýsingum og tilvitnunum
til »Fauna Svecica« eptir Linné; við hvern fugl er ártal, er
sýnir nær þeir hafa fengið fuglinn og lýst honum. Eggert
ritar allitarlega um fiska og fiskiveiðar og telur 43 tegundir
fiska, sumar af þessum tegundum munu þó nú vera talin
afbrygði ein. Eggert lýsir mörgum af hinum lægri dýrum
einkum sjódýrum; þó þær lýsingar væri góðar á sínum tíma
hafa þær nú lítið gildi; af skeldýrum telur hann 60—70
teg-undir, 12 sjóaronna, 8 krabbadýr, nokkra konupunga,
skráp-dýr o. s. frv. Af skorkvikindum nefnir Eggert um 50 tegundir,

’) Rejse gjennem Island I, bls. 218—219, 528. Hið sama segir
Olavius um Vigur. Oeconom. Rejse, bls. 28.

’) Rejse gjennem Island I. bls. 354. þetta er hin sama saga sem
stendur á korti Orteliusar 1595. Landfræðissaga Islands I, bls. 256.

*) Eggert Ólafsson: Aves Islandiæ. Hdrs. J. S. nr. 202-4°. Þetta
er ef til vill skýrsla sú um íslenzka fugla, sem getið er um í Schlesw.
Holstein. Anzeigen 1754 (febrúar) að þeir félagar hafi sent
vísinda-félaginu. Sbr. hdrs. Bókmf. í Kmhöfn nr. 8, fol.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0063.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free