Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
58
og sænsku. Vedráttufari á íslandi lýsir hann svo, að þar sé
lopt einstaklega hreint og tært, en veðrátta óstöðug einkum
á Suðurlandi, þar er skýjalopt og rigningar tiðar, en á
Norð-urlandi heiðríkjur, stillur og snjóar á vetrum. Norðlingar
segir hann séu fjörugri og hvítari á hörundslit og ætlar hann
aö þetta standi ef til vill í sambandi við lifnaðarháttinn,
Norðlingar lifa mest á kjöti, mjólk og smjöri, en
Sunnlend-ingar á fiski. König talar um ýmsa sjúkdóma á Islandi, einkum
holdsveiki og heldur að hún komi af hákarlsáti. skötu- og
grásleppuáti. Grasaríki Islands telur König fremur
fáskrúð-ugt í samanburði við stærð landsins og jurtategundirnar
gizkar hann á, að varla muni vera fleiri en 400, en hann
segir hvergi að hann hafi safnað öllum þeim jurtategundum.
König segir þó að margar matjurtir og læknisjurtir vaxi á
r
Islandi og ýmsar fagrar jurtir, og telur hann ýmsar af þess-
um plöntum. Þarategund ein segir hann sé eitruð og drepi
fé; eitt sinn segist König hafa safnað nokkrum vöndlum af
þara þessum, en er hann næsta morgun kom inn i kompu
þá, sem plönturnar voru geymdar í, varð hann undir eins að
hörfa út aptur og fékk ákafan höfuðverk. König getur þess
meðal annars, að hann hafi dvalið nokkra daga á Madeira á
ferð til Indlands og fannst honum þá útlit þar mjög svipað
t
eins og á Islandi og jarðmyndun áþekk, hann segist jafnvel
hafa fundið þar jurtir likar íslenzkum jurtum. A einni af
Komoreyjum dvaldi König 3 daga og segist þar hafa komizt
að raun um, að mikill hluti af eyjum úthafsins mundu hafa
myndast á sama hátt, jarðtegundir og steinategundir séu hinar
sömu í eyjum þessum og djúpt haf í kringum þær, þetta er
segir hann föst regla fvrir allar eyjar i indverska hafinu, en
á eigi allstaðar við á íslandi. Þessi athugun Königs er
all-merkileg á þeim tíma.
Grasafræðingurinn Chr.F. Rottböll(1727—1797) varð fyrstur
til þess að lýsa jurtum þeim, sem þeir Eggert og Bjarni og
König höfðu safnað á íslandi, hann samdi þó ekki fullkomna
skýrslu yfir allar tegundir er þeir höfðu fundið, en lýsti
hin-um merkilegustu og fágætustu í ritgjörð einni, sem hann las
fyrir visindafélaginu danska um veturinn 1766—67. I ritgjörð
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>