- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
72

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

72

móthverfur akuryrkju tilraunum á íslandi, en um það hugsuðu
menn mikið í þá daga og rituðu, og margir gjörðu tilraunir,
sem flestar misheppnuðust að meira eóa minna leyti. I riti
þessu (bls. 70) færir Olavius góð og gild rök fyrir því, að
kornyrkja geti aldrei orðið arðsöm atvinna á Islandi. Hann
sýnir fram á aó það sé ekki frosthæð vetranna að kenna þó
korn þróist ekki, heldur sé hinn iági sumarhiti til fvrirstöðu,
kalsi og frost langt fram á vor, stundum hafisar og opt þoka
og kuldi á haustin, en stundum koma snögg hret er menn
sízt búast við. Allt þetta fellir meðalhita sumarsins, svo
kornið nær ekki að þroskast nema stöku sinnum. Oiavius
álítur því, að það borgi sig ekki að fást við akuryrkju, en
grasræktina vill hann láta sitja í fyrirrúmi, því á henni einni
byggist framtið landsins. Olavius skrifaði einnig íslenzka
urtagarðsbók1 og litunarkver2 og getur þar nokkurra íslenzkra
grasa og nefnir örfáa vaxtarstaði, hann samdi og tvö rit um
almenna grasafræói,3 langa lýsingu á Skagen á Jótlandi4 og
ýmsar fleiri ritgjörðir hagfræóislegs efnis, um fiskiveióar,
osta-gjörð, reikningsbók5 o. fl.. auk þess tók hann þátt í útgáfu

*) Olaus Olavius-. Islendsk Urtagarðs Bók söfnuð og samanteken
bændum og alþýðu á Islandi til reynslu og nota. Kmhöfn 1770, 102
bls. 8vo með 5 myndatöflum.

2) Olaus Olaviun: Fyrirsagnar Tilraun um Litunargjörð á Islandi
bæði með útlenzkum og innlenzkum meðölum, ásamt viðbæti um
ýmis-legt því og öðru viðvíkjandi. Kmhöfn 1786, 96 bls. 8vo Tileinkað
kronprinsessu Lovisa Augusta.

3) Termini botanici som Grunden til Plantelæren. Kbhavn 1772,
8vo, 72 bls, Ritlingur þessi er leiðarvísir í almennri grasafræði í
registursformi, hin latnesku nöfn á ýmsum hlutum jurtanna sem þá
voru brúkuð eru útlögð og útskýrð á dönsku. J. G. Wahlbom: Kort
Afhandling om Planternes Bryllup og Trolovelse ved Olaus Olavius.
(Kjöbenhavnske patriotiske Samlinger 1771, 1. Hefte. Ws. 5—109).

4) Olaus Olavius: Oekonomisk-physisk Beskrivelse over Schagens
Kiöbstæd og Sogn. Kbhavn 1787, 8vo, 434 bis. með 6 myndatöflum.

s) Olafur Ólafsson (Olavius); Stutt ágrip um fiskiveiðar og
fiski-netanna tilbúning, brúkan og nytsemd. Kmhöfn 1771, 48 bls., 12mo
með 2 uppdráttatöflum). Fáeinar skýringargreinir um smjör og
osta-búnað á íslandi. Kmhöfn 1780, 128 bls. 8vo (með 2 uppdráttum).
Reikningsbók. Kmhöfn 1780. Auk þess gaf Olavius út ýms rit eða

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0080.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free