Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
83
son, sem þó ferðaðist nærri 30 árum fyrr. Aptan við bókina
er í viðbæti stutt ferðasaga og seinast nokkrar
veðurathug-anir ómerkilegar.1
Sökum þess að stjórnin lét sér mjög annt um
búskapar-framfarir á íslandi, þá var það eðlilegt að hún vildi koma
þar inn nokkurri þekkingu á hinni æðri búfræði og verklegri
náttúrufræði, nota reynslu annara landa í því efni og láta
i
athuga að hverju leyti hún gæti átt við á Islandi. Af
þess-um orsökum var Þórður Thoroddsen sendur tii Sviþjóðar til
þess aö kynna sér verkleg vísindi hjá hinum frægustu
kenn-urum og iíta eptir ýmsu, sem gagnlegt kynni að vera fyrir
íslenzka atvinnuvegi. pórður Thorodclsen (Theodorus
Thor-oddi)2 var sonur Þóroddar Þórðarsonar heyrara á Hólum (f
1765) og konu hans Herdísar Illugadóttur og var fæddur 1736,
hann útskrifaðist úr Hólaskóla 21 árs 17573, varð svo djákni
á Reynistað 1757—1765, sigldi síðan til háskólans, varð
»baccalaureus« og stundaði svo náttúrufræði og búfræði.
Þórður ritaði 1771 bók um akuryrkju á íslandi;4 í riti
þessu er allítarleg lýsing á akuryrkjuaðferð og inngangur um
jarðvegsfræði; höf. heldur að vel megi stunda akuryrkju á
Islandi ef rétt er að farið, fyrri tilraunir hafi misheppnast af
r
kunnáttuleysi. A árunum 1773—1779 dvaldi Thoroddi með
x) í Félagsritin 1782 skrifaði N. Mohr: Um aðferð Norðmanna,
Færeyinga. Skotta og Hialltlendinga at veiða smáupsa eður upsaseiði
(III, bls. 193-204). Þar hvetur Mohr Islendinga til þessarar veiði, sem
hægt sé að stunda á Islandi og nóg efni til en enginn sinni; hafði
Mohr sjátfur með góðum árangri veitt upsa á Djúpavogi Iiaustið 1781.
Ritgjörð þessi er vel skrifuð og í henni líka nokkrar náttúruatliuganir.
J) Langafabróðir höfundar þessa rits.
3) Lbs. nr. 291-4°.
4) Einfallder þankar um akur-yrkju eður hvörn veg hún kynne að
nyiu að innfærast á íslande samanskrifað fyrir bændur og alþýðu.
Kaupmannahöfn 1771, 8vo (VIII +166 bls.). þar er bls. 137—156
appendix um lín og hampafla. í lidrs. J. S. nr. 328-4° er nafnlaus ritgjörð,
sem heitir »Innvending mót nockra Projectmachara skrifum um
akur-yrkju á Isslande, skrifuð af einum sem í barndóm er apturkominn<.
Skynsamar hugleiðingar um hvað sé því til fyrirstöðu að akuryrkja geti
komið að verulegum notum á íslandi.
6*
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>