- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
91

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

91

alþýðu. Hér á ekki við að telja rit hans, vér munum aðeins
lauslega geta þess, sem helzt snertir náttúru og landfræði
Is-lands. Þó ekki sé eiginlega hægt að telja Magnús
Stephen-sen náttúrufræðing. þá var hann þó fær í flestan sjó, hann
hafði töluverða almenna þekking í náttúruvísindum og reyndi
að setja það er hann las um þau efni alþýðlega fram í
tima-ritum sinum og bókum, þó ritgjörðir hans opt væru stirðar í
framsetningu af því honum lét aldrei vel að rita íslenzku, þá
breiddu þær þó út margan nytsaman fróðleik, sem alþýða
hvergi annarsstaðar átti kost á að sjá og má með sanni segja
að enginn maður hefir fyrr né síðar gjört eins þrekmiklar
tilraunir til þess að mennta alþýðu eins og Magnús Stephensen.

r

A dönsku ritaði Magnús Stephensen tvær langar ritgjörðir

t

um algengustu húsdýr á Islandi1 og um íslenzkar
þangteg-undir, sem brúka má til manneldis.2 í hinni fyrri ritgjörð
lýsir höf. íslenzku sauðfé, nautgripum og hestum; þar er gott

r

og allítarlegt yfirlit yfir alidýrarækt á Islandi og er hún enn
að mörgu fróðleg og mjög vel samin; þar er einnig lauslega
drepið á helztu kvikfjársjúkdóma. Landbúnaðarfélagið danska
hafði beðið Magnús Stephensen að rita um ætar þarategundir
á íslandi og er þararitgjörðin svar uppá spurningar þessar;
ritgjörð þessi er einnig fróðleg og vel samin. Höf. skiptir
hinum ætu þangtegundum í 3 aðalflokka: 1. söl, 2. marikjarna
eða murukjarna, 3. fjörugrös. Aðrar þangtegundir eta menn
ekki, nema stundum í hallæri kerlingareyru, ætiþang og
reima-þara. Höf. lýsir hverri tegund fyrir sig og vísar í rit annara
höfunda til lýsinga og mynda: 4 myndaspjöld með
uppdrátt-um hinna helztu þangtegunda fylgja ritgjörðinni. Nákvæmast
lýsir höf. sölvum og notkun þeirra að fornu og nýju. I ritum
lærdómslistafélagsins lét Magnús Stephensen á stúdentsárum
sinum prenta ritgjörð >um meteora eður veðráttufar«; ritgjörð

Magnus Stephensen: Beretning om de vigtigste Huusdyr i Island
(Veterinair-Selskabets Skrifter. Kjöbenhavn 1808. I. bls. 157—272).

’) Magnus Stephensen: De til Menneske-Föde i Island brugelige
Tangarter og i Særdeleshed Söl. Botanisk-oeconomisk beskrevne. Med
4 Tavler (Det kongelige danske Landhuusholdnings Selskabs Skrifter.
Nye Samling. I. Kbhavn 1808, bls. 487—520).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0099.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free