- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
111

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

111

sjónarmiði, þá er þar þó marga gagnlega fræðslu að fá um
héruð þessi og náttúru þeirra og íbúana, hætti þeirra og
at-vinnuvegi. Þar er staðalýsing héraðanna og sveitanna og
nokkuð getið um jurtir, fugla og fiska, sem þar fást; þar er
einnig dálítið talað um veóurlag, flóð og fjöru o. s. frv. Hafís
segir höf. komi aldrei inn á Faxaflóa, hann rekur stundum
vestur með Reykjanesi frá Vestmanneyjum til Fuglaskerja, en
kemst sjaldan lengra en að Stafnesi. Höf. telur 54 tegundir
villijurta og 10 kynferói af þara, hann nefnir og káltegundir
og skrautjurtir, sem þá voru ræktaðar við verzlunarstaði og
höfuðból syðra. I 4. kap. talar höf. um alidýr á Islandi og
afurðir þeirra,1 meðal annars getur hann þess að góður
reió-hestur kosti þá 5—10 rd., en vænir áburðarhestar 2—4 rd.,
hann segir að villihestar hafi fyrrum verið á heiðum milli
Arness- og Gullbringusýslu og bændur hafi náð þeim og tamið,
en siðan 1754 hafi menn eigi orðið varir við þá, þeir muni
liklega flestir hafa fallið i harðindunum. Höf. getur um þrenns
konar hunda, fjárhunda, sem eru langhæróir, hafa stuttar
lappir, mjótt trýni og uppvafða rófu, dverghunda, sem eru
líkir hinutn. nema hvað rófan er stutt (2—3 þumlingar) eins
og hún væri stj’fð eða höggvin af, og dýrhunda, þeir eru
notaðir til refaveiða og liklega kynblendingur af tslenzkum og
útlendum hundum. Hreindvr voru flutt frá Finnmörku til

o

Rangárvallasýslu 1771, eri til Gullbringusýslu 1777. Mýs voru

7, om Fartöi, tíaade, Fiskefangstens Deeling og Tilvirkning; 8, om
Gulbringe og Kjose Syssels Fugle; 9. om Indbyggernes Arbeide; 10. om
Afgift og Indtægt; 11, om eetbvert Kirkesogn især. dets Folke og
Quæg-tal. Gaardenes Tal og Beskaffenbed, Vertidens Fiskefangst. Handels og
andre Udbavne samt Vejene; 12, om Gulbringe og Kjose Sysselers
Handel; 13, nogle Anmærkninger om Indbyggernes Familie Tal,
Folke-tal, Næringsyej af Boekvæg, Köer, Quier. Stude, Kalve, Faar. smaa
Baade. Hukkert Fiskeri. Gufenes Hospital, Grunden til den almindelige
Fattigdom samt Gulbringe og Kjose Sysselers Aftagelse. Seinast
lands-hagsskyrslur og kort yfir svsluna.

’) Skúli Magnússon segir að meðalkýr mjólki 1642 polta á ári og
telur mjólk þessa 19 rd. 35 sk. virði; úr kýrnyt telur hann að fáist á
ári 103Va pd. smjörs, 3 tunnur skyrs og 93\ tunnur aa og þetta allt sé
23 rd. og 34 sk. virði. Hdrs. J. S. nr. 10 fol., bls. 37—38.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0119.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free