Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
115
er af þeim hlauzt og hefir Sæmundur farið eptir bréfum þeim,
sem hann fékk heiman úr sveitum; eru öll áhrif eldgossins
mjög ýkt og ekki hægt að byggja á frásögninni nema með
mestu varúð, en sökum þess að Sæmundur var mjög
kunn-ugur á þessu svæði má þó fá margan fróðleik úr ritinu, ef
það er notað með gætni af þeim sem til þekkir. Ritinu fylgja
tveir uppdrættir af Vestur-Skaptafellssýslu, sem Sæmundr hefir
gjört. annar á að sýna ástandið á undan gosunum, en hinn
sýnir hraunflóðin. Mjög eru uppdrættir þessir ónákvæmir og
ekki eru þeir samsettir eptir neinum stærðfræðislegum reglum,
þó eru þeir allfróðlegir til samanburðar og sýna bæina hvar
þeir hafa staðið á undan gosinu.1
Auk þess sem prentað er liggur margt óprentað eptir
Sæmund í bókasöfnum og skulum vér hér nefna hið merk-
asta. Ein hin helzta af ritgjörðum þessum er lýsing Sæmundar
t
á Skaptafellssýslu, er hann samdi 1776.2 I lýsingu þessari eru
ýmsar smágreinir ekki ófróðlegar um hitt og þetta og
ýmis-legt skringilegt. Ritið er skrifað með þeirri sérvizku, að þar
eru engin staðanöfn sett, en aðeins tölur, sem vísa inn í
registur er fylgir ritgjörðinni, tefur þetta mjög lesturinn og
hlýtur lika að hafa tafið skrifarann, Sæmund sjálfan.
Rit-gjörðinni hefir fylgt kort yfir suðurströnd íslands en það
vantar nú í handritið, líklega hefir það verið líkt uppdráttum
Sæmundar í ritinu um Skaptáreldinn. Sæmundur segir að
sér hafi í skóla 1770 verið skipað »að uppteikna þessi pláss
og var sú teikning vel virt af Dr. Finni«, síðan segist hann
þó aptur hafa farið um þessi héruð og getað leiðrétt margt.
Margt er ýkt hjá Sæmundi eða séð í gegnum stækkunargler,
en ýmisiegt má þó af því læra, sérstaklega um þau héruð er
breyttust svo mjög við jaröeldana 1783. Sæmundur telur
Öræfajökul hæzta fjall í Norðurálfunni, Skógafoss segir hann
x) Sæmundur Holm gaf einnig út ritkorn um skýstrokk sem sást í
Kaupmannshöfn 18. ágúst 1779 og er lýsing þessa náttúruviðburðar
greinilega framsett. S. M. Holm: Efterretning om Skye-Pumpen den
18. Augusti 1779. Kiöbenhavn s. a., 12 bls 8° með 5 myndaspjöldum.
a) Sœmundur M. Holm: Topographisk skýrsla um Suðursíðu íslands
einkum Skaptafellssýslu. Hdrs. Bókmf. í Kmh. nr. 333-4°.
6*
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>