Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
141
þetta eina bindi og er þó enn til nokkuð af áframhaldinu í
handriti. Þetta fyrsta bindi er út kom er mjög fróðlegt og
efnismikið, og verðum vér að vísa í ritið sjálft þeim sem vilja
kvnna sér efni þess, því hér er eigi rúm til að greina ná-
kvæmiega frá þvi. Þar er fyrst í inngangi almennar hug-
leiðingar um þjóðhagsfræði og um áform höfundarins með
ritinu, þá koma nokkurskonar drög til landfræðissögu Islands,
f
upptalning á öllum ritum um Island, sem Eggers þekkti og
auk þess talin mörg almenn rit um Norðurlönd. Kafli þessi
er mjög fróðlegur, þar er getið margra sjaldgæfra rita og víða
neðanmáls greint frá efni þeirra; þó hefir höf. eðlilega ekki
þekkt nærri allt, sem um ísland hefir verið prentað og getur
sjaldan handrita. Þó má enn hafa mjög mikil not af þessu
yfirliti og höfum vér opt við samningu þessa rits leitað
þang-að með góðum árangri og fengið þar margar bendingar.
Þessu næst er talað um stærð íslands, iögun og uppdrætti af
landinu og svo um veðráttufar, hefir höf. þar safnað öllu um
þessi efni, sem föng voru á og er sérstaklega langorður um
norðurljós.
t
Aframhald bókar þessarar, sem aldrei hefir verið
prent-að, er enn til í handriti á bókasafni hins lærða skóla í
Reykja-vík;1 þó nær handrit þetta ekki yfir alla bókina, höf. hefir
aldrei lokið við hana eða fullgjört eptir hinu fyrsta áformi
sínu, einmitt sá hluti ritsins, sem Eggers eflaust hefði farið
nákvæmast í, kaflinn um þjóðina og hag hennar, hefir aldrei
verið saminn. ^Hinn óprentaöi hluti bókarinnar um landfræði
Islands og náttúru er að mestu leyti set.tur saman eptir
rit-um Eggerts Olafssonar og annara manna, sem skrifuðu um
Island á seinni hluta 18. aldar; ritinu er skipulega fyrir komið
og flest tiltínt er i þeim bókum stendur, en fátt er þar nýtt
von Island. I. Kopenhagen 1786-8° (2 -f 414 bls.). Hinn 19. marz
1784 fékk Eggers konunglegt einkaleyfi til þess að gefa út þetta rit
(Lovsamling for Island V, bls. 31—32).
Handritið er 3 bindi í 4°, til samans 858 bls. Framan af fyrsta
bindinu vantar bls. 1—66 og 69—72. Bjarni amtmaður Thorsteinsson
keypti handritið á uppboði eptir Eggers látinn, og úr eigu Bjarna er
það komið i bókasafn lærða skólans.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>