- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
217

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

217

mínútu 30 fet í lopt upp og var gígur þessi þá mjög
illúð-legur útlits. Frá Reykjahlið fór Henderson austur
Mývatns-öræfi og yfir Jökulsá í Axarfirði, þótti honum það agalegt
vatnsfall og var það hin mesta mannhætta að komast yfir
ána. Frá Grímstöðum hélt hann ferðinni áfram yfir
Dimma-fjallgarð að Hofi í Vopnafirði og fór svo vanalega leið suður
Múlasýslur, i Reyðarfjörð, Breiðdal og Berufjörð og hélt svo
áfram ferðinni sunnanlands um Skaptafellssýslur og hafði
eng-inn enskur rnaður fyrr farið þá leið. ^

Henderson lýsir Skaptafellssýslum allvel, enda hafði hann
góðan leiðarvísir, þvi hann hafði fengið eptirrit af riti Sveins
Pálssonar um jökla á Islandi og þýðir úr þvi langa kafla.
Frá Almannaskarði sá Henderson fvrst yfir jöklana og dáist
mjög að hinni dýrðlegu útsjón. Þegar hann sá
Heinabergs-jökla tók hann undir eins eptir hinu einkennilega lagi
skrið-jöklanna og segir: »hið bogna yfirborð jöklanna og halli
þeirra kringum hina beru tinda, sem þeir umlvkja, vekja
hugsun um feikimikinn fljótandi líkama. sem hefir hreyfst
áfram niður á jafnsléttu og frosið saman i þeirri stellingu,
sem hann nú er i«. Samt sem áður hefir Henderson
auð-sjáanlega ekki haft glögga hugmynd um jöklahreyfinguna þó
hann hefði jöklarit Sveins Pálssonar undir höndum. Hinn 8.
september fór Henderson frá Reynivöllum yfir
Breióamerkur-sand og segir margt gott og rétt um Breiðamerkurjökul og
Jökulsá. Fram með Veðurá lágu þá stórir móhnausar og
birkilurkar, sem áin bar undan jöklinum. Myndun jökulsins
hugsar Henderson sér svo, að úr hájöklunum hafi ár hlaupið
fram á láglendið og borið með sér mikinn ishroða, sem
stöðvaóist þar og fraus saman og jókst svo mjög af nýjum
hlaupum og vatnagangi. Hreyfing jökulsins hugsar hann sér
aó komi af sífelldum vatnsaga er ýtir ishrönnunum áfram
þannig að vatnið streymir inn i holur og pipur íssins og svo
fær hió samþjappaða lopt útrás, þetta hvorutveggja meó
út-þenustuaíli frostsins setur isinn í hreyfingu. Segir höf. að
það staðfesti þessa skoðun að jökulinn aðeins hreyfist á
sumrum þegar miklar leysingar eru i jöklum. Henderson sá
glögg merki hreyfingarinnar t. d. götu frá fvrra ári sem lá

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0225.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free