- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
234

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

234

meðal annars um Skaptafellssj’-slur.1 Sama ár var cand.
theol. Ludvig Chr. Muller sendur út hingað til þess að
full-komnast i íslenzku máli.2 Þess má enn fremur geta sem
kunnugt er að Friörik krónprins (VII.) féll í ónáð og var
sendur til Islands vorið 1834 á línuskipinu »Dronning Marie*:
það var hið fvrsta linuskip, sem Danir höfðu búið út eptir að
þeir mistu flotann 1807, og var það eitt hið stærsta skip. sem
komið hafði til Islands; á því var úrvalalið af sjóforingjum,
625 hásetar og 84 fallbyssur. Friðrik prins ferðaðist austur
í Fljótshlið og svo norður um land allt að Mývatni. og var
með honum auk annara C. Irminger, sem seinna varð admiráll,
merkismaður og fræðimaður. er gjörði ágætar rannsóknir á

r

straumum i Islandshöfum; ennfremur var Kloss málari í leið-

r

angrinum. hann gjörði ýmsar myndir af Islandi og hafa

sumar þeirra verið gefnar út.3

Af ferðum Dana til Islands, sem vér þegar höfum getið,

var ferð Friðriks Fabers4 lang þýðingarmest fvrir náttúrufræði
t

Islands; Faber safnaði mörgum mikilsverðum upplýsingum um
fugla á Islandi og lifnaðarhátt þeirra og ritaði um fiska i
Islandshöfurn. Faber hefir ritað ferðabók, sem enn er
óprent-uð,5 og segir hann þar allitarlega frá rannsóknum sinum á
Islandi. Teilmann kammerjunker. sem fyrr var nefndur, hafði

r t

boðið F. Faber að ferðast með sér til Islands, veran á Islandi
átti ekkert að kosta, en Faber átti sjálfur að borga ferðirnar

x) Ný Félagsrit I. bls. 136. Ferðaskýrsla Hoppe’s er geymd í
rikis-skjalasafninu. í henni er margt um atvinnuvegi á íslandi.

*) Lovsamling for Island X. bls. 38 og 83. Mikill munur var þá
gjörður á tignum mönnum og ótignum. Hoppe fékk 3000 rd. styrk og
600 rd. til útgerðar. en Miiller aðeins 200 rd.

3) Um ferð Friðriks VII: A. G. Drachmann; En gammel
Skibs-læges Erindringer (Tilskueren 1888 bls. 446—482). John Barrow jun.:
A visit to Iceland in 1834. London 1835 bls. 306—315. Sunnanpóstur
I. 1835 bls. 9.

4) Frederik Faber var fæddur 21. apríl 1795 í Odense og dó í
Horsens 9. marz 1828; hann varð stúdent 1813, kandidat í lögum 1818
og 1822 herdómari við riddaraliðið í Horsens.

5) Frederik Faber cand juris: Dagbog over min zoologiske Rejse
i Island 1819—1820—1821. Ny kgl. Samling nr. 327 C 4° (618 bls. 4°).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0242.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free