- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
245

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

245

í norrænni sögu og bókmenntum, Raoul Anglés
veðurfræð-ingur og Louis Bevalet teiknari og safnari náttúrugripa.
Robert átti sem fyrr að g.jöra athuganir i jarðfræði, en Gaimard
tók að sér dýrafræði og sjúkdómafræði, þó ritaði hann ekkert
um það. Af þeim félögum störfuðu þeir Lottin og Robert
mest og voru báðir merkir visindamenn.

Hinn 30. maí komu allir þessir frönsku fræðimenn með
mikilli viðhöfn og viðbúnaði til Reykjavíkur og var útgjörð
þeirra öll stórmannleg og ekkert til sparaó.1 Við Reykjavík
var reist dálitið tilhöggið hús, sem þeir höfðu meðferðis og
gjörði Lottin þar athuganir sínar og segulmælingar. Þegar
þeir félagar voru búnir að koma sér fyrir i Reykjavik, héldu
þeir allir vanalegan veg um Þingvelli að Geysi og Heklu og
þaðan austur i Fljótshlið, þar sneru þeir Lottin og Marmier
aptur: hinir héldu áfram ferð sinni sunnanlands um
Skapta-fellssýslur, gjörðu enga útúrkróka en höfðu hraða ferð uns
þeir komu á Djúpavog, þar voru þeir um kyrrt nokkra daga.
Síðan skoðuðu þeir silfurbergsnámuna hjá Helgustöðum og
fóru þaðan um Hérað norður á Vopnafjörð, síðan um
Dimma-fjallgarð að Grimsstöðum á Fjöllum og þaðan til Mývatns,
skoðuðu þar brennisteinsnámur og hrafntinnu og brugðu sér
svo út á Húsavik: þaðan fóru þeir Gaimard til Akureyrar. að
Möðruvöllum i Hörgárdal og Hólum i Hjaltadal. Aö lokum
fóru þeir upp Skagafjörö að Mælifelli og suður Sand, skoðuðu
Surtshelli og komu til Reyk.javikur 28. ágúst og var þá
ferð-inni lokiö. Leið þeirra Gaimards lá vióast um alkunnar
byggðir. sem höfðu verið margskoðaðar áður og var því engin
von á ný.jungum úr landfræði Islands; einsog flestir aðrir út-

’) í þóknunarskyni fyrir góðar viðtökur sendi franska stjórnin
bókasöfnunum í Reykjavik og á Bessastöðum margar góðar bækur og
lærði skólinn fékk jarðhnött úr skinni. er þenja mátti út með lopti,
stiptamtmaður og biskup dýrar stundaklukkur. te-borðbúnað og 2 kassa
af góðum vínum, biskup fékk auk þess sæmilegan hnakk og beizli.
Franska stjórnin bauðst einnig til þess að taka að sér ungan
mennt-aðan Islending og kosta hann til náms á Frakklandi; til þess var valinn
Guðmundur nokkur Sivertsen, fór hann til París. lærði þar læknisfræði
og dó ungur erlendis (Lovsamling for Istand X. bls. 766 - 769;
Sunnan-pósturinn II. 1836 bls. 81—83)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0253.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free