- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
264

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

264

næöislausir, en stjórnin ákvarðaði þá, að þeir skyldu setjast að
i landfógetahúsinu, sem þá var nýsmíðað, en nú vildi svo illa
til, að Klog landlæknir hafði fengið loforð stiptamtmanns fyrir
að búa i sama húsi, hann varð þó að lúta í lægra haldi. en
landmælendur urðu eptir ýmsar rekistefnur að borga honum
húsaleigu. Kvarta þeir jafnan vfir vondu húsnæði og harðæri
á öllum nauðsynjum í Revkjavik.

Um vorið 1806 voru blíðviðri og staðviðri, svo þeir Frisak
og Smith gátu byrjað mælingarferðir hinn 10. júní; Wetlesen
varð eptir í Reykjavik til þess að athuga sólmyrkva hinn 16.
júní. Veður var optast gott um sumarið, svo mælingarnar
gengu vel. Strandmælingunum var nú haldið áfram frá
Gils-fjarðarmynni út Barðastrandarsýslu, um alla smáfirði að
tak-mörkum Isafjarðarsýslu. Þríhyrninga-grindinni var haldið
áfram til Snæfjalls á Snæfjallaströnd og með
aukaþríhyrning-um voru ákveðin öll helztu fjöll á Vestfjörðum og eins
kaup-staðir á Bildudal og Isafirði. Uppdrættir þeir. sem lautenantar
gjörðu af þessu svæði, voru mjög ítarlegir bæði yfir ströndu
og fjöll, eyjar og sker, bæi, kirkjur og ár. og hafði Björn
Gunnlaugsson síðar því nær engu þar við að bæta. svo
Vest-firðir eru á »Uppdrætti Islands« því nær að öllu eptir
strand-mælendur. Þetta sumar gjörði Frisak ýmsar athuganir og
mælingar i Flatey og Súgandisey til þess að ákveða
breiddar-stig þeirra staða og skekkju segulnálar. Þá rannsökuðu þeir
einnig innsiglingu til Reykhóla, það þótti áhugamál vegna
saltbrennslunnar, sem fyrr hefir verið getið. Ferðalag H. Frisak’s
á þessu sumri var allörðugt, hlutverk hans var að mæla
þríhyrn-inga milli fjallstinda, en Smith mældi strandlínuna og landslagið.
Frísak fór sjóveg uppá Akranes og hafói með sér tvo
fylgdar-menn til þess að passa hesta og hlaða vörður. Frá Akranesi fór
hann einnig sjóleið til Straumfjarðar og þaðan um
Hnappadals-sýslu til Stvkkishólms og svo sjóleið til Flateyjar, þar var hann
rúma viku og fór svo 2. júlí upp að Rauðsdal á Baröaströnd,
síðan ferðaðist hann þar um fjöll og sveitir til Patreksfjarðar
og Arnarfjarðar og mældi tind af tindi. Hinn 14. júli fór
Frisak yfir Arnarfjörð að Auðkúlu og í Dýrafjarðarbotn og
svo yfir Glámu niður að ísafirði, yfir Djúp til Snæfjallastrandar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0272.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free