- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
266

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

266

mjög duglegur maður og mjög lærður í stærðfræði, en
óláns-maður að mörgu einkum hinn seinni hluta æfi sinnar. Eins
og siðar mun getið, tókst hann löngu seinna á hendur aó
reikna allar mælingar, sem gjörðar höfðu verið á Islandi. það
var heljarverk, sem hann leysti af hendi með mikilli
vand-virkni. Nú stóð til, að breytt yrði fyrirkomulagi mælinganna,
þannig aö mælingamennirnir áttu að vera fjórir: var í fvrstu
svo til ætlast. að tveir þeirra lykju við mælingar þær, sem
eptir voru fvrir vestan, og hefóu aðsetur í Reykjavík, en hinir
tveir áttu aó mæla Norðurland og búa á Akureyri. Það varð
þvi enn að bæta við einum manni og hét hann Nicolay Johan
Lohmann Krogh,1 en það atvikaðist svo. að hann kom aldrei
til Islands og tók engan þátt i mælingunum. enda hættu
brátt allar mælingar á Suður- og Vesturlandi vegna
styrjald-arinnar vió Englendinga. Sumarið 1807 varð lítið um
mæl-ingar á Islandi, enda var M. Smith þá hinn eini, sem fékkst
við þær. Vorið var kalt og rigningasamt og óstöðug veðrátta
og gat Smith ekki komizt á stað fyrr en 25. júní og það með
naumindum því bestar voru mjög horaðir, hann komst þó
vestur i Gilsfjörð og ætlaði að mæla þríhyrninga þaöan um
Norðurlandsstrendur. en úr þvi verki varð lítið, Húnaflói var
fullur af ís, sem ekki fór burtu fvrr en 2. ágústmánaðar. »þá
rak hann til hafs i norðanstormi, beint á móti vindic, að þvi
er Smith segir. Isnum fvlgdi sifeld þoka og suddi; Smith
tókst þó að mæla þríhyrninga milli Leiðaraxlar (við
Stein-grímsfjörö) og Rjúpnafells (milli Bitru og Hrútafjarðar); var
þá aðaltilganginum náð, því á þenna hátt mátti hnýta
mæl-ingarnar á Vesturlandi vió þær sem gjöra átti á Norðurlandi.
Að afloknum þessum mælingum sneri Smith aptur til
Reykja-vikur og kom þangað 22. ágúst og var veður jafnan kalt og illt.
Smith getur þess meðal annars, að Stefán amtmaður Stephensen

og var þá stefnt fyrir skuldir. enda kom óreglan honum lika á kaldan
klaka að lokum. Af ráðleysi þeirra hjóna leiddi, að þau áttu jafnan í
mesta hasli með mikla ómegð og þó hafði Scheel optast ágætar tekjur,
en kunni ekki með að fara. og sífelt er hann að sárbæna stjórnina um
fyrirframgreiðslur, aukastyrk o. s. frv.

’) Lovsamling for Island VII. bls. 123—124.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0274.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free