- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
276

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

276

Sumarið 1812 unnu þeir Frisak og Seheel báðir að
þri-hyrningamælingum, þannig að Frisak valdi mælistaði og reisti
vörður, en Scheel mæidi hornin. Aður en þeir lögðu á stað
í aðalferðina, mældu þeir ýmislegt við Ey.jafjorð. I bvrjun
júnímánaðar fór Frisak á bát gegnum hafishroða, sem lá á
firðinum, og ætlaði út fyrir Gjögur og inn á Skjálfanda til
þess að Ijúka mælingum þar, en ísinn rak þá saman, svo þeir
komust ekki út úr firðinum og urðu viku síðar að snúa
til-baka við svo búið, þó gekk Frisak aptur i þeirri ferð upp á
Kaldbak og mældi þaðan. Um sama leyti gekk Scheel upp á
ýms tjöll við Eyjafjörð til mælinga. Hinn 29. júní lögðu þeir
á stað austur á land, en urðu fvist að fara stuttar dagleiðir.
því hestar voru mjög magrir eptir veturinn, vorið var kalt og
gróður kom seint. Fylgdust þeir félagar austur að
Gríms-stöðum á Fjöllum, þaðan hélt Scheel vfir Dimmafjallgarð
noröur á Vopnafjörð, en Frisak fór að Möðrudal og Brú og
svo niður á Hérað.1 Scneel byrjaði mælingar frá línunni milli
Díafjalls og Smjörfjalls, en Frisak fór suður Austfiröi til að
velja mælingastaði og reisa vörður. Sumarið var mjög
vot-viðrasamt og frá þvi 1 miðjum júli til mánaðarloka kom hret
með snjóum, en seinni hluta ágústmánaðar voru rigningar og
þokur. Dimmviðri töfðu mjög fyrir vörðubyggingum og
mæl-ingum. Frisak varð við suma mælingastaði að bíða i heila
viku áður þoku létti af tindum og Scheel varð á tveim
stöð-um að bíða 15 daga og á hinum þriðja 10 daga áður en hann
gat fullkomnað mælingar sínar eptir margar árangurslausar
fjallgöngur. Auk þess eru fjöll á Austfjörðum mjög há og
brött og illt um þau að fara og á sumum fjallstindum var
vörðubygging og mæling beinlínis háskaleg fyrir lif og limu.
Af þessu leiddi, að þeir félagar gátu ekki mælt eins marga
þríhyrninga eins og þeir sjálfir vildu, þrátt fyrir allan dugnað
og ósérhlífni. Frisak komst með vörðubygging og ákvörðun

’) H. J. Scheel: Dagbog over Opmaalings-Reiserne i Sommeren
1812. Hdrs. Bókmf. Kmh. nr. 11. 8° (23 bls.). tar er sagt frá byrjun
ferðalagsins, en frásögnin hættir í miðju kafi hinn 16.júlí. þegar Scheel
er kominn austur á Hérað.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0284.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free