- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
282

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

282

A Akurevri héldu þeir félagar jafnan veðurbækur og
at-huguðu loptþyngd og hita kvöld, morgna og miðjan dag, einnig
almennt veðráttufar, vinda, snjó o. fl. Mun það helzt hafa
verið hlutverk Scheels að fást við þessar athuganir, og löngu
seinna (1838) getur hann þess, að hann hafi sent
vísinda-fjelaginu danska (þá nýlega) 7 ára veðurathuganir sínar á
Akureyri. Af athugunum þessum kom litill kafli á prent i
ensku tímariti og atvikaðist þaó svo. að stiptamtmaður gaf
enskum ferðamanni eptirrit al’ athugunum Scheels á árunum
1811—1813. David Gladstone kom til Islands sumarið 1813,
fór austur i Ölfus og austur aó Heklu, gekk upp á hana 9.
júlí og hvarf svo aptur til Englands. Fimm árum síðar lét
hann prenta athuganir Scheels og fáeinar athuganir sjálfs sins
i ensku tímariti.1

Veturinn 1813—1814 sátu þeir Frisak og Scheel iengst
af við reikninga og reiknuðu út rúma 60 þríhyrninga, sem
þeir höfðu mælt, tilbaka til grunnlínunnar í Eyjafiröi og fundu
16 álna skekkju, og er varla hægt að segja að það væri mjög
mikið eptir kringumstæóunum.2 Rentukammerið hafði nú
samþykkt, að þeir fengju lausn og aó norskir landmælendur
væru sendir til þess að ljúka við mælingu sjálfra strandanna,
en um leið hafði stjórnin óskað, að Sc.heel yrði um veturinn
i Reykjavik til þess að gjöra þar lengdaákvarðanir, þvi há-

’) Register of the weather in Iceland by two Danish gentlemen
sent to survey the coasts. with a supplementary register by Mr.
Glad-stone (Annals of phitosophy; or magazine of chemistry. mineralogy.
mechanichs. natural history. agriculture and the arts. Ed. by Th.
Thomson. 1. Series. Vol. XI. London 1818, bls. 96-103. 169—175.
414 — 422). Athuganir Gladstone’s ná frá 1. mai til 12. ágúst 1813. og
þar við bætast athuganir Mr. Park’s frá 15. ág. til 20. nóv. 1813; Park
þessi er þar kallaður enskur konsúll í Reykjavík.

2) Sclieel segir: »Iövrigt er denne Mangel paa Overensstemmelse
ligesaa ubetydelig í sine Fölger som den lidet er at undres over. thi
hvad trigonometrisk Landmaaling angaar. kan det jo ikke nægtes, at
Island har været vores altes Læreklud (sit venia verbo), men i
prak-tiske Arbeider opnaas först Færdighed ved 0velse. hvorvel ingen
sag-kyndig nægter Theorien sin ligesaa store som vigtigste Indflydelse i
prak-tiske Arbeiders fortrinlige Udförelset. Skyrsla dags. 1. okt. 1813.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0290.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free