- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
284

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

284

illt aó fá, því sumir voru á skreiðarferöum fvrir sunnan en
sumir á grasafjalli langt uppi á heiðum. en sláttur fór i hönd.
Frisak komst þó eigi lengra en til Húsavíkur, þvi þá kom
sendimaður á eptir honutn til þess að láta hann vita, að
skipið ætti að tara 24. ágúst frá Hofsós og varð hann því að
snúa vió og fara þangað.

Eptir að Hans Frisak var kominn til Kaupmannahafnar

um haustió 1814. ritaði hann rentukammerinu ýms bréf og

skýrslur til þess að skýra frá ástandi mælinganna og árangri

og ritar einnig uppástungur um áframhaid þeirra, þvi ekki

t

hafði neitt orðið úr því að senda mælingamenn til Islands
1812 samkvæmt tillögum þeirra Frisak’s og Scheel’s. Frisak
segir (1. des. 1814), að þeir félagar hafi dvalið lengur á
ís-landi en til var ætlast i fyrstu af þvi þeir vildu að svo miklu
leyti. sem stóð i þeirra valdi, fullg.jöra hið mikla verk, sem
annars hefði slitnaó i sundur, og hefói þá orðið einhvern tima
að taka verkið upp aptur með miklum kostnaði og fyrirhöfn. Til
þess aó koma þessu i kring lögðu þeir hin siðari ár, frá 1812,
aðaláherzluna á að mæla þríhyrninganetið, en létu hinar
eigin-legu strandmælingar (Detailleopmaalingen) sitja á hakanum,
fengust við þær aðeins á vorin, áður en þeir gátu byrjað
langferðir. Þeir luku við þrihyrningagrindina, en af
strand-mælingum voru þá eptir strandlengjan frá Tjörnesi kringum
Múlasýslur og Skaptafellssýslur aó Dyrhólaey og svo
Isafjarðar-sýsla öll. nema hinar eiginlegu Hornstrandir frá Horni að
Geirólfsgnúp. Það, sem búiö er af mælingum, telur Frisak 30
ára vinnu fvrir einn mann, en það, sem eptir er, 7—8 ára
vinnu fyrir einn. Þeir Seheel mældu frá því 1807 meira en
helminginn, þó kringumstæóurnar þá væri mjög örðugar
sök-um striðsins, segist Frisak vonast svo góðs af stjórninni, að
hún láti ekki þetta þarfaverk, sem var svo langt komið. falla
niður. Það. sem eptir er af iandinu, telur hann hæglega geta
unnizt, ef þrir menn fást við þaó i þrjú ár, einn á
Vestur-landi og tveir fyrir austan. Hentugast álitur hann eptir
ástæð-um að senda vellærða herforingja til mælinga á Islandi
eins-og hingaðtil, en allrabezt væri þó ef hægt væri að fá innborna

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0292.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free