- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
316

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

316

annar blettur minni. Þegar eg og lagsmaður minn fórum hér
um sumarið 1841, var hagi þessi loðinn nokkuð. en sinu-

r

mikill*.1 Arið 1842 ferðaðist B.jörn Gunnlaugsson urn
Stranda-sýslu og Húnavatnssýslu; hann fór þá frá Sviðholti 17. júlí
norður Grímstunguheiði í Vatnsdal, þaöan um Svínadal og út
r Laxárdal, svo út á Skagaströnd, upp í Hallárdal og út að
Hofi. sneri þar við og reið upp að Þingeyrum og
Víðidals-tungu, svo fór hann beina leið i Miðfjörð og Hrútafjörð og
dvaldi nokkra daga á Stað, hélt svo út að Prestsbakka og
svo vanalega leió norður í Steingrimsfjörð, þar dvaldi harrn
fáa daga og fór svo norður í Reykjarfjörð, sjóleiðis vfir fjörð-

r

inn og svo að Arnesi. lengra fór hann ekki á Ströndum og
sneri þar viö. fór svo vanalega leið aptur til Hrútafjarðar,
suður Holtavörðuheiði og kom heim 17. september. Hina
seinustu mælingaferð fór Björn Gunnlaugsson sumarið 1843 og
ferðaðist þá urn nokkurn hluta Isafjaröar- og
Baröastrandar-sýslu. en þar þurfti litlu við að bæta, þvi strandrnælendur
höfðu mælt svo nákvæmlega alla Vestfirði, að Uppdráttur
Is-lands að þvi er snertir þann kjálka er því nær eingöngu
þeirra verk. segist Björn ekki hafa þurft annað að gjöra en
að rannsaka sókna- og hreppamót, bæta við undanfelldum
bæjum og íjallvegum og tnæla fjallahæðir.2 Björn
Gunnlaugs-son gat þá ekki farið að heiman fyrr en 14. ágúst; þá gekk
mikil landfarsótt og kona hans var veik. Björn fór styztu
leið vestur r Dali og svo út að Revkhólum og Stað á
Reykja-nesi. þaðan fór hann til Skáleyja og Flateyjar, svo upp að
Brjámslæk og út að Haga, þaðatr til Brldudals og svo norður
á ísafjörð krókalausan vanaveg. Frá Isafirði fór Björn sjóveg
til Vatnsfjarðar og svo að Kirkjubóli í Langadal; hann
skoð-aði ekki norðurkjálka Vestfjarða, og hvorki Hornstrandir né
útnesin að vestan. Frá Kirkjubóli fór Björn Gunnlaugsson
suður Þorskafjarðarheiói og svo beina leið heim og kom að
Sviðholti 18. september. Um ferðalokin ritar Björn
Gunn-laugsson Bókmenntafélaginu á þessa leið:3 »Nú er eg þá loksins

’) Skýrslur og reikningar 1843. bls. 22—23.

J) Skýrslur og reikningar 1844. bls. 20

3) Bréf dags. Sviðholti 10. febrúar 1844 (Skýrslur og reikningar
1843. Kmh. 1844. bls. 20—21).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0324.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free