- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
329

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

329

til menn fá miklu stærri og nákvæmari uppdrátt Islands en
þenna; þó allmargir gallar séu á honum, er hann þó ágætur
í heild sinni og má heita frábær eptir kringumstæöum.
Al-þýða manna á íslandi og lærðir lika gjöra optast alltof miklar
kröfur til slikra uppdrátta, menn ætlast til að lögun hvers
fjalls sé hnifrétt, hvert bæjarstæði og lækjarbugða alveg á
réttum staö. Svona á fullkominn uppdráttur að vera, en
»Uppdráttur íslands« er eðlilega ófullkominn: til þess að gjöra
jafn nákvæma uppdrætti af íslandi einsog til eru af hinum
ræktuðu og þéttbýlu löndum Európu. þyrfti fjölda landmælenda
í marga áratugi og slík landmæling mundi kosta margar
milliónir; á slikum kortum er heldur ekki, að svo stöddu,
nein þörf á Islandi. Björn Gunnlaugsson samdi ritgjörö sína
um landmælinguna meðfram í þeim tilgangi, »að lesendur
uppdráttarins skyldu hvorki gjöra sér of háar né of lágar
hugmyndir um uppdráttinn, eða of mikið eöa of lítiö treysta
nytsemi hans og nákvæmni*.1 Enda eru slikar skýringar
nauðsynlegar fyrir þá, sem litla eða enga þekkingu hafa á
landmælingu.

Eptir Björn Gunnlaugsson liggja einnig nokkrir smáir
landsuppdrættir, er ná yfir lítil svæði; 1830 gjörði Björn
upp-drátt af norðausturhluta Alptaness og 1834 af Reykjavík og
nágrenninu,2 og 1861 fór hann austur að Þingvöllum. mældi
þingstaðinn, landslag, búðastæði og annað og gjörði uppdrátt

minnsta kosti hafa verið 11.465 rd. (eða 22.930 krónur) og er það
stór-mikið fé. sérstaklega í þá daga. þegar peningaverðið var miklu hærra
en nú. þó er hér ekki reiknuð þóknun sú. er 0. N. Olsen fékk. 250 rd.
a ári frá stjórninni, fyrir umsjón með útgáfu uppdráttarins. Af þessu
má sjá, að það hefði verið gjörsamlega ókleyft fyrir félagið að gefa
uppdráttinn út á eigin kostnað, og hefði hann aldrei getað borgað sig.
Einkennilegt er það. að útgáfa uppdráttarins kostaði nærri 6 sinnum
meira en allar ferðir Björns Gunnlaugssonar. en það kom af því. að
þeir, sem að uppdrættinum unnu, urðu að fá sæmileg laun fyrir vinnu
sína, en það fékk Björn ekki.

’) De mensura et delineatione Islandiæ. bls. 6.

’) Geometriskt Kort yfir norðausturhluta Alptaness. Hdrs. J. S.
III. nr. 2 4. Reykjavík og kringumliggjandi pláts 1834. Hdrs. J. S. III.
nr. 2 5.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0337.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free