- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
41

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

41

undir Arnarfell og hinn næsta dag gengu sumir upp á fellið
og var þaðan hið bezta útsýni. Að áliðnum degi hinn 3.
á-gúst var aptur haldið á stað norður miðjan Sprengisand og
voru þeir á sandinum alla þá nótt og fram eptir morgni
dag-inn eptir, þá tjölduðu þeir i Kvíum i Smiðjuskógi við Skjálf-

r

andafljót; hinn 5. ágúst náðu þeir loks að Ishóli i
Bárðar-dal1. Þaðan héldu þeir hinn næsta dag að Reykjahlíð við
Mývatn og skoðuðu hina næstu daga námurnar, Kröflu,
Leir-hnúk og Hrafntinnuhrygg. Við Mývatn mun
ferðamanna-sveitin hafa skipzt, Sartorius von Waltershausen fór út á
Tjörnes, ferðaðist svo austur á Raufarhöfn og þaðan um
helztu byggðir á Austfjörðum allt suður á Berufjörð. Hinir
fóru suður aptur norðanlands um Sand að Kalmannstungu,
þaðan Kaldadal að Svartagili og svo suður til Reykjavíkur
hinn 24. ágúst, en 17. september voru þeir aptur komnir til
Kaupmannahafnar.

r

Arangurinn af þessu ferðalagi var i visindalegu tilliti

mjög mikill, hinir ágætu þj’zku fræðimenn juku þekkinguna
t

um jarðfræði Islands stórkostlega, og munum vér geta þess

t

nánar í þættinum um frainfarir i jarðfræði Islands. Sumt,

er þeir félagar rituðu, hafði líka nokkra beina þýðingu fyrir

f

almenna landfræði Islands. Sartorius von Waltershansen2

’) Hér hættir ferðasaga Magnúsar Grímssonar (Hdrs. J. S. nr.543, 4°)
og er hún mér vitanlega hið eina í samanhengi, sem til er um þetta
ferðalag. Af minnisbókum Magnúsar ma þó sjá dálítið um áframhald
ferðarinnar.

2) Wolfgang Sartorius, Freiherr von Waltersliausen var fæddur í
Göttingen 17. desember 1809, faðir hans Georg S. v. W. var merkur
vísindamaður og vinur Goethe’s og því var pilturinn látinn heita
Wolf-gang í höfuðið á honum; árið 1819 var hann sendur til fósturs hjá
presti einum i Gronde og hafði þar harðan aga, en lærði síðan
skóla-lærdóm í Braunschweig og hneigðist þegar í barnæsku að náttúrufræði.
Rúmlega tvítugur missti S. v. W. báða foreldra sína, en erfði auð fjár,
svo hann þurfti eptir það eigi að fást við annan lærdóm en þann, sem
honum geðjaðist að. Stundaði hann nú náttúrufræði af miklu kappi í
Göttingen og Berlin og ferðaðist svo víða um Evrópu, árin 1834—37
dvaldi hann í Ítalíu og kom þar opt síðar, hann fór og víða um
Alpa-fjöll. Frakkland og Eng’and til jarðfræðisrannsókna, enda var hann

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0053.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free