- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
55

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

55

hróktjald 5 álna hátt. Þeir riðu upp með Þjórsá og komu
kl. 9 um kvöldið upp í Skúmstungur. Næsta morgun héldu
þeir áfram i bezta veðri upp með í^jórsá og tjölduðu kl. 7
um kvöldið í Loðnaveri fyrir norðan Dalsá. Hinn 1. júli
riðu þeir upp undir Arnarfellsjökul og vfir ótal jökulkvíslar,
er falla þaðan í Þjórsá, og voru sumar slæmar; um kvöldið
kl. 11 settust þeir að undir Arnarfelli, og dvöldu þar næsta
dag til þess að hvíla hestana áður þeir legðu á hin verstu
öræfin. Hinn 3. júlí héldu þeir Schythe aptur á stað; til þess
að komast hjá illum jökulkvíslum, riðu þeir upp á jökulinn
fyrir norðan Arnarfell og voru á honum 3 klukkustundir.
Þegar þeir komu niður af jöklinum, fór að gera fjúk á
norð-austan og dimmviðri, en þeir héldu samt áfram í austur,
ept-ir kompási, um aura og melöldur og tjölduðu kl. 10 um
kvöldið á melurn undir hálsum, sem ganga norður úr
Tungna-fellsjökli. Um kvöldið fór að birta upp, en þó var 1° frost
um miðnætti. Um morguninn hinn 4. julí var veðrið fremur
gott í fyrstu, en þvkkt lopt og drungalegt; hestunum var
gef-ið hey um kvöldið og um morguninn, og kl. 12 komust þeir
á staó. Um það leyti fór að hvessa og síðan gerði
kafalds-hrið meó frosti á austan, svo ekkert sást; þegar á daginn
leið, varó hvassviórið svo mikið, að varla var hægt að sitja
á hestunum og illt mjög að koma þeim áfram á móti
veðr-inu; snjórinn var nú víða orðinn svo mikill, að hestarnir
sukku ofan í gjótur og rifur, svo taka varð ofan, og hindraði
það mjög ferðina. Framan af lá leiðin yfir lága
móbergs-hrvggi, en nokkru fyrir austan Skjálfandafljót fóru að koma
hraun og sýndust ýmsir smáir hraunstraumar hafa runnið
norður á við úr fjöllunum fyrir sunnan; riðu þeir nú austur
með jökli fyrir sunnan Trölladyngju og kræktu svo út fyrir
Kistufeli (Reykjarfell). Seint um kvöldið hvildu þeir sig í
tvær klukkustundir fyrir austan þetta fjall, átu kvöldverö og
gáfu hestunum seinustu heytuggurnar, sem til voru. Héldu
þeir síðan áfram alla nóttina, eigi var um annað að tala,
því hestarnir hefðu getað týnzt af hungri, ef þeir hefðu
beð-ið of lengi, og urðu þeir félagar þvi að herða sig að komast
i Hvannalindir. Frá Kistufelli komu þeir niður á breiða

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0067.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free