- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
71

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

71

aðal-blágrýtið, en þó yngri en eldra blágrýti, sem undir á að

vera, firðina segir hann brimið hafi myndað og gangana tel-

ur hann vatnsmyndanir o. s. frv. Hinar almennu hugleiðing-

t

arWinkler’s um jarðfræði Islands eru nú alveg
þýðingarlaus-ar og varla lesandi, en hinar einstöku lýsingar hans og
at-huganir geta sumar enn orðið að notum.

Sumarið 1860 ferðuðust ýmsir merkir vísindamenn til
Islands og voru þessir helztir þeirra: Ferdinand Zirkel1
steinafræðingur og William Preyer2 liffræðingur frá
Þyzka-landi, en frá Skotlandi William Lauder Lindsay læknir og
grasafræðingur. Preyer og Zirkel fóru frá Bonn við Rin 31.
maí 1860 til Edinborgar, þaðan til Islands og komu til
Reykja-víkur 14. júní. Frá Reykjavík fóru þeir smáferðir um
ná-grennið og til Krísuvíkur, síðan til Þingvalla og norður
Kalda-dal til Kalmannstungu, skoðuðu Surtshellir og riðu síðan
nið-ur í Norðurárdal til þess að skoða Baulu og gengu upp á
hana. faðan fóru þeir norður Holtavörðuheiði, svo sem leið
liggur um Norðurland á Akureyri og síðan að Mývatni,
það-an fóru þeir suður Sprengisand, stóðu við hjá Geysi, voru
komnir til Reykjavíkur 30. júlí og sigldu þaðan 2. ágúst.
Ferðabók þeirra félaga3 er liðlega og skemmtilega skrifuð og

’) Ferdinand Zirkel er fæddur 20. maí 1838 í Bonn. hann
stund-aði steinafræði og námufræði við ýmsa háskóla á þýzkalandi og
ferð-aðist 1860 til Islands. Árið 1863 varð Zirkel prófessor við háskólann
í Lemberg, 1868 í Iviel, 1870 í Leipzig og hefir verið þar síðan. Zirkel
hefir ferðast viða um Norðurálfu, 1874 til Norður-Ameríku og 1894 til
Ceylon. Hann er einn af hinum frægustu steina- og bergfræðingum,
sem nú eru uppi, og hefir ritað fjölda bóka, einkum um bergfræði og
var einn af þeim fyrstu, er tók að rannsaka bergtegundir með
sjón-aukum, og hefir verið forkólfur annara í þeirri grein.

*) William Thierry Preyer f. 4 júlí 1841 nærri Manchester í
Eng-landi. stundaði náttúrufræði við ýmsa háskóla og varð sjálfur
háskóla-kennari í Bonn 1865, í Jena 1869. í Berlin 1888, en flutti sig til
Wies-baden 1893. Preyer var nafnkunnur líffræðingur og hefir samið fjölda
rita um ýms efni, mest í lífeðlisfræði, um þroskun barnssálarinnar, um
skólafyrirkomulag o. m. fl.

3) TV. Preyer und F. Zirkel: Beise nach Island im Sommer 1860.
Mit wissenschaftlichen Anhángen. Leipzig 1862, 8° (VIII + 499 bls.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0083.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free