- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
79

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

79

þeir náðu norður að Pálsfjalli, það er tindur upp úr
jöklin-um úr hrafntinnu-bræðingi, og gaf Watts fjallinu nafn eptir
Páli fylgdarmanni sinum; segir hann að jökullinn þar hafi
verið 4-500 feta hár, en þeir héldu áfram norður lengra, unz
þeir voru komnir á 5700 feta hæð, þar urðu þeir hinn 13.
ágúst að snúa aptur í þoku og snjómuggu, því Watts sá, að
útbúningur þeirra var eigi nægilegur til langferðar og svo
voru þeir nestistæpir. Þar sem þeir sneru við, reistu þeir
stöng með ensku flaggi og komust síðan með heilu og höldnu
aó Núpsstað hinn 16. ágúst. Þaðan fór Watts sem leið
ligg-ur sunnanlands til Krísuvikur og svo utan frá Reykjavík1.

Watts gafst ekki upp við svo búið, næsta sutnar kom
hann aptur og var nú einráðinn í að komast yfir Vatnajökul
og hafði búió sig út til þeirrar ferðar sem bezt mátti verða.
A austurleið gekk hann uppá Kaldbak og fór svo snöggva
ferð austur í Suðursveit til þess að ráða menn í förina.
Watts hafói nú allmikinn farangur, er þeir ætluðu að draga
á sleðum yfir jökulinn, þeir höfðu lágt tjald tveggja álna hátt
og húðfat mikið, er tók 6 menn, og sváfu 3 og 3 andfætis; sú
hliðin, er niður sneri, var úr kork- og flókalögutn, en að
of-an voru ullarábreiður með vatnsheldum dúki; húðfatió var
opið i báða enda og útbúið með hettum, sem menn gátu
dregið yfir höfuð sér, það var 8 fet á lengd og 5 á breidd
og óg 60 pund. VVatts kvartar þó undan því, aó húðfatið hafi
verið þröngt, sérstaklega er menn létu illa i svefni og svo
varð það opt rakt að innan af svita þeirra er í því lágu.
Nesti höfðu þeir allmikið af ýmsu tagi, mest af þurkuðu kjöti
og skonroki, en vínanda til upphitunar. Þeir Watts lögðu á
stað frá Núpsstað 25. júní og voru framanaf 10 saman, Watts
og Páll og 4 menn, sem voru ráðnir yfir jökulinn, og auk
þess 4 aðrir, sem ætluðu aðeins norður að Pálsfjalli2.

’) W. L. Watts: Snioland or Iceland, its Jokulls and Fjalls.
Lon-don 1875, 8° (183 bls.).

’) f>eir sem fóru með Watts alveg yfir jökulinn segir hann hafi
verið: Páll Pálsson. Helgi frá Króki, Finnur úr Mýrdalssýslu(?) og
Eyj-ólfur frá Hörgsdal (Across the Yatna Jokull, bls. 27). En í ísafold
(II. bls. 129) stendur, að þeir hafi verið: Páll Pálsson, Kristofer þor-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0091.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free