- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
81

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

81

ar hrafntinnu; sumstaöar eru ótal kúlusteinar (baggalutar)
samskevttir meö hrafntinnu og Watts segir einnig, að þar sé
stór gígur í fjallinu að suðaustan, fullur af snjó. Um
morg-uninn hinn 28. júní var vindur á SSA. þoka og slyddukafald
og mjöllin svo djúp og mjúk, að ómögulegt var að draga
sleðana, urðu þeir því að láta fyrirberast við Pálsfjall þann
dag og telur Watts þaö kynlegt, sem von var, að hugsa til
þess, að hér á Islandi skvldu 6 menn sitja 1 snjóhoiu uppi á
Vatnajökli 4250 fet yfir sævarmáli, sem allir voru að vona
eptir og bíða eptir frosti, en það kom ekki fyrr en um
kvöld-ið og þá snerist vindurinn til NV. og nokkur skán kom á
snjóinn; þeir Watts héldu þá á stað, en ófærðin var
ákaf-lega mikil, því skarinn hélt ekki og urðu þeir að brjótast
á-fram meö mestu haröneskju. voru hvað eptir annaó nærri
uppgefnir og urðu að hvíla sig eptir hvern fjórðung stundar;
frostið linaði aptur og þoka kom meö vindi á suðaustan,
smátt og smátt versnaði veðriö og færöin, svo ómögulegt var
aö komast áfram og urðu þeir því nauðugir viljugir að
setj-ast að og tjalda. Veðrið varð nú alveg ófært, grenjandi
bil-ur í tvo daga, hríðin var svo svört að varla sá spönn frá
nefi og kompásinn var alveg ringlaður; var því ekkert viðiit

r

að halda áfram. A þriðja degi snerist vindurinn, hríðinni
slotaði og sá til sólar, en ófærðin var enn hin sama. Til
austurs blasti þá við fjall á jöklinum, er Watts hafði séð
til-syndar árinu áöur og kallað «Vatna Jökull Housie«!, segir
hann það sé mitt á milli Öræfajökuls og Kverkfjalla, en þó
litlu vestar; jökullinn segir hann sé þar 4500 feta hár, en
fjallið muni að minnsta kosti vera 1500 fetum hærra, eöa þá
alls 6000 fet yfir sjó. Fjall þetta er stýfð keiia og gat Watts
i kíki greint stóra hraunhryggi á þvi, er þaktir voru snjó og
sumir þeirra náðu alllangt út á sjálfan aöaljökulinn. Af þvi
nú var mjög farið að ganga á nestið. átu þeir hina seinustu
þrjá daga aöeins hálfa skammta og sáu nú að eigi mátti við
svo búið standa; áformuðu þeir þvi að skilja eptir sleöana,
en bera farangurinn og bundu allir byrðar á bak sér og
reyndu að klofa snjóinn sem bezt þeir gátu, var þaö hin
mesta mannraun og eptir tvær klukkustundir gáfust tveir

5

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0093.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free