- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
98

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

98

hann bergtegundum, hraunum og brennisteinsnámum.
Lípa-rít skoðaði Johnstrup i Hlíóarfjalli og rannsakaói efni þess
og útbreiðslu, hann kannaði einnig Hrafntinnuhrygg og Kröflur
hann lýsir móbergi i Dyngjufjöllum og viðar, hraunum
aust-an við Mývatn og gosunum þar á 18. öld, ennfremur lýsir
hann gígeyjum i Mývatni og hefir gjört uppdrætti af Geitey
og ennfremur af Katli i Fremrinámum; þá lýsir hann
brenni-steinsnámum ítarlega og fylgja uppdrættir af Hliðarnámum,
Kröflunámum og Fremrinámum. I námunum við Mývatn og
Krísuvik safnaði Fr. Johnstrup 1871 og 1876 lopttegundum
og rannsakaði Odin T. Œristensen1 þær siðar. Þess má geta
hér, að Englendingur einn að nafni W. O. Lock fór tvívegis
út í Öskju 1878 og 1880, hefir hann ritað allstóra bók um
Öskju2, en í henni er nærri ekkert að gagni nema það, sem
tekið er úr ritgjörðum Johnstrup’s, hitt er allt mærð og
mála-lengingar, aptanvið eru hugleiðingar um myndun Islands
mjög bágbornar.

»Vöringen«, skip það, er Norðmenn gerðu út í
visinda-leiðangur til að kanna Norðurhöf 1876—78 undir forustu ti.
Mohn’s kom snöggvast við á Islandi 1876. I hinu mikla riti
um rannsóknirnar, er litill kafli um Vestmanneyjar3. Skipið
lá við eyjarnar 22. til 26. júlí 1876 og skoðaði H. Mohn þá

nordostlige Del af Island (Naturhistorisk Forenings Festskrift Kbhavn
1890, bls. 147-198. Sérprentun 1886).

’) Odin T. Christensen: Nogle Undersogelser af de ved de
vul-kanske Eftervirkninger paa Island udstrommende Luftarter (Tidsskrift
for Physik og Chemi, samt disse Videnskabers Anvendelse. Kbhavn
1889. 2. Række X. bls. 225—243).

3) TF. G. Lock: Askja, Iceland’s largest volcano: with a description
of the great lava desert in the interior. and a chapter on the genesis
of the island. London 1881, 8°. Sami höf. hefir ritað »Guide to
Ice-land; a useful handbook for travellers and sportsmen. Hertford lb82.
8°, sem er betri, þó margt sé skakkt. W. G. Lock var á Norðurlandi
kallaður Hreindj’ra-Lock til aðgreiningar frá Brennisteins-Lock (C. G.
Warnford Lock), sem líka hefir skrifað vonda bók um ísland.

E. Mohn: Nogle~_Bidrag til de nordlige Landes Geografi og
Na-turhistorie (Den norske Nordhavs-Expedition 1876—1878. I.). Um komu
Vöringens til Reykjavikur er getið i þjóðólfi XXVIII. 1876, bls. 101 og
ísafold III. 1876, bls. 75.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0110.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free