- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
111

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

111

sögustíl1. Þar er frásaga um ferðir og daglegt mas og skraf

t

nokkurra ungra Englendinga á Islandi og mörg kvæði innan-

um; þeir fóru að Geysi, upp á Eiríksjökul og út á Snæfells-

nes. Þá er Islands einnig getið í bók, er kom út sama ár,

eptir 1. F. Campbell2. Arið 1866 kom frakkneskur maður

Noel Nougaret til Islands; hann ferðaðist til Heklu og Geysis

og kom á ýmsar hafnir með frönsku herskipi; um ferðina

ritaði hann alllangar greinir i franskt tímarit3 og fylgja frá-

sögninni margar myndir, setn eru alveg ónýtar, eintómir höf-

uðórar og gætu flestar þeírra eins vel verió frá tunglinu eins
t

og frá Islandi; myndir þessar hafa gjört töluvert ógagn, því
þær hafa breiðst út um önnur timarit og bækur. Sumarió
1867 kom Heinrich Brockhaus snöggva ferð til Islands í
júnímánuði og ritaði bók um ferð sína4, hún er vel rituð,
blátt áfram og velviljuð; höf. fór vanalega leió austur að

r

Geysi og svo um Arnessýslu út í Krísuvík. H. Brockhaus
gaf landsbókasafninu i Reykjavík mikið af góðum bókum.
Sama ár ferðaðist Benedicte Arnesen-Kall um Island, hún
var af íslenzkum ættum, dóttir orðabóka-höfundarins Páls
Arnesen. Hún hefir ritað langa feróabók5 með miklu al-

’) (Charles Cavendisli Clifford) Travels .by Umbra. Edinburgh 1865,
8° (278 bls.).

2) *I. Francis Campbdl: Frost and fire, natural engines,
tool-marks and chips, with sketches taken at home ancl abroad by a
tra-veller. 2. Voll. Edinburgh 1865, 8°. þarí um ísland I. bls. 413-443.

3) Noel Nougaret: Voyage dans 1’ interieur de l’Islande (Le Tour
du Monde. Paris 1868, II. bls. 113-160, 4°). Sbr. Bull. Soc. de
Géo-graphie Paris 1868, bls. 185—191. Sama ár hefir Ed. Jardin komið
til íslands með herskipi, en ekki hefi eg séð pésa þann er hann gaf
út: *»Voyage géologique autour de lTslande, fait en 1866 sur la frégate
»Le Pandore<. Paris 1874, 39 bls. 8°.

4) Heinrich Brockhaus: Reisetagebuch aus den Jahren 1867 und
1868. Leipzig 1873, 8°. Þarí um ísland I. bls. 33-124.

5) Smaaskizzer fra en Islandsrejse i Sommeren 1867 af Benedicte.
I—II. Kjöbenhavn. 1869—1871, 8° (258+242 bls.). Árið 1867 kom
út bók um ísland og ritgjörð, sem eg eigi hefi séð: *J. Ross Browne:
The land of Thor. New York 1867, og *J. Ross Browne: A
Cali-fornian in Iceland (Harpers Magazine. Vol 26. bls. 145—162, 289—311,
448—467).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0123.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free