- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
141

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

141

nokkrar athuganir á stangli og órökstuddir draumórar ýmsra

heimspekinga og annarra fræðimanna. Þá var enn ekkert

fast fræðikerfi til þess að styð.ja sig viö og enga leiðbeiningu

að fá í öðrum löndum. Það er því mesta furða, hve vel

Eggert tókst að g.jöra sér grein fyrir mörgu, er snerti
jarð-t

fræði Islands, þó skoðanir hans sem eðlilegt er lýsi bernsku-

stigi visindanna í þá daga. Eggert Olafsson var hinn fyrsti

er sýndi fram á, að Island mestmegnis er myndað af jarð-

eldum og ætlar hann að landið smátt og smátt hafi risið úr

sjó eptir því sem meira gaus, hann fann sjódýraleifar viða

fyrir ofan sævarmál og fornar gróðrarleifar i surtarbrandin-

um, ályktaði hann af því og öðru, að landið hefði í önd-

verðu orðið fyrir miklum brevtingum og byltingum. Um

skoóanir Eggerts Olafssonar í þessari grein og um hinar ein-

stöku athuganir hans höfum vér fyrr getið ítarlega (III. bls.

18—19, 48—53). Sveinn Pálsson ritaði reyndar ekkert yfir-

lit yfir myndunarsögu Islands, en hann athugaði margt og

fann mörg mikilsverð sannindi. er snerta jarðfræði landsins;

rannsóknir hans voru til mikilla framfara og lögðu ágætan

grundvöll þekkingarinnar, en þvi miður lágu rit hans óprent-

uð í handritasöfnum og gátu því ekki orðið að notum, jarð-

fræðingar á fyrri hluta 19. aldar urðu þvi að nýju að upp-

götva margt af því, sem Sveinn fyrir löngu hafði fundið.

Þessutan voru islenzk og dönsk rit, og eru enn, lokaðir

fjársjóðír fyrir flesta útlenda jarðfræðinga. Vér höfum áður

(III. bls. 182—183) stuttlega talið meginatriði þau í jarðfræði

Islands, er Sveinn Pálsson fann og þarf eigi að telja þau

aptur. Hið fvrsta rit sem til muna útbreiddi þekkinguna um
t

jarðfræði Islands til annara landa, var ferðabók G. S.
Mac-kenzie’s af þvi hún var rituð á heimsmáli. Mjög margt af
því sem hann segir er tekið eptir athugunum Islendinga,
jarðfræðin t. d. er að ýmsu leyti byggð á skýringum Sveins
Pálssonar, en erlendis gekk það náttúrlega allt undir nafni
Mackenzie’s. Jarðfræðisathuganir Mackenzie’s sjálfs (III. bls.
213—214) eru samt allrar virðingar verðar og i heild sinni
miklu betri en það, sem þá hafði verið prentað i þeirri grein
á útlendum málum. Þó Joh. Menge færi miklu víðar um Is-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0153.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free