- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
143

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

143

menn síðan hafa fundið. Hér að framan höfum vér
allítar-lega getið rannsókna og skoðana þessara hinna eldri
jarð-fræðinga, en miklu fljótar farið yfir jarðfræðis-rannsóknir
seinni tima og skulum vér þvi geta þeirra nánar til yfirlits
og aukningar á því, sem komið er.

Þegar þeir Jap. Steenstrup og Jónas Hallgrimsson voru
á ferðinni, var O. Forchhammer frægastur jarðfræðingur
með-al Dana, hann var ágætur í efnafræði og fékkst mikið við
sundurliðun steina og bergtegunda; til hans kom allt það, sem
safnað var á Islandi á þeim árum, og tók hann þegar með
miklu kappi að rannsaka islenzkar bergtegundir og skrifa utn
þær. Rannsóknir Forchhammer’s voru mjög þýðingarmiklar
á þeim timum, en skoðanir manna á samsetningu
bergteg-unda hafa síðan breyzt rnjög af þvi siðan hafa fundizt nýjar
aðferðir við rannsóknirnar miklu nákvæmari. Helzta ritgjörð
Forchhammer’s i þessari grein eru rannsóknir hans á
íslenzk-um og færeyiskum steinum1. Höf. getur þess fyrst, að það
sé einkennilegt við íslenzkar eldfjallamyndanir, að kolasýra
hefir þar miklu minni þýðingu en annarstaóar, ölkeldurnar
eru fáar og vatnslitlar og varla teljandi, kalkdrönglar finnast
þar heldur ekki i hellrum og holum, en þó eru »kalksiliköt«
almenn meðal steinefna í íslenzkum bergtegundum.
Forch-hammer reynir að skýra þetta svo, að kalk, sandur og leir
frá fyrri jarðtímabilum bræddist saman við eldgosamyndanir
svo kalk sameinaðist kisilefnum likiega meó samtímis
áhrif-um sjóar, en nú sézt ekkert af hinum fornu lögum á
Is-landi, allt er hulið gosgrjóti. Þá talar höf. um móberg frá
Húsafelli, sem Jónas Hallgrímsson hafði safnað og lýsir ítar-

’) G. Forchhammer: Undersögelser over islandske og færöiske
Mineralier, ledsagede af nogle almindelige Betragtninger over disse
0ers chemisk-geognostiske Forhold. (Oversigt over Vidensk. Selskabs
Forhandlinger for 1842. Kbhavn 1843, bls. 43—55). Á þýzku í
Erd-mann’s Journal fur praktische Chemie XXX. 1843, bls. 385—400.
6r. Forchhammer: Over nogle nye Mineralier fra Island og den Maade
paa hvilken de have dannet sig ved de paa denne 0e stedse hærskende
volcanske Kræfter. Udtog. (Skandinaviske Naturforskeres 3je Möde i
Stockholm 1842, bls. 501—504).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0155.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free