- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
159

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

159

porfyr) og á þar víst viö liparit, þvi hann lýsir Rauðaskriðu

við Hamarsfjörð undir því nafni, hann getur þess og að

hljómsteininum fylgi hrafntinna, biksteinn og perlusteinn og

athugaði hann bergtegundir þessar við Kröflu og víðar. Krug

von Nidda gaf líparítinu mikinn gaum á ferðum sínum 1833

og kallaði það trakyt, einsog þá var siður í öðrum löndum

og hélzt það nafn fram undir 1880, þá sáu menn með sjón-

aukarannsóknum, að hér er um tvær bergtegundir að ræða

og er efasamt hvort hið eiginlega trakyt enn hefir fundizt á

Islandi. Hér köllum vér bergtegundina liparit, þó hún opt-

ast sé nefnd trakyt i bókum frá þessu tímabili. Krug von

Nidda fann þessa ljósu bergtegund víða á Austurlandi og

hélt að hún hefði miklu meiri útbreiðslu en reynzt hefur;

móbergsmyndanir blönduðust hjá honum að nokkru leyti

sarnan við trakytið og af þessu leiddi að hann, sem fyrr hef-

ir verið getið, ætlaði að trakyt myndaði belti yfir landið

þvert og hefði í fyrstu verið orsök þess að Island reis úr

sjó. Eugéne Robert sýnir 1836 að trakvt er miklu
óalgeng-t

ara á Islandi en Krug von Nidda hugði, enda féllst enginn
náttúrufræðingur, er skoðaði Island, á kenningar hans í þessu
efni. Forchhammer rannsakaði einsog fyrr var getið
efna-samsetning líparíts frá ýmsum stöðum á Islandi, en honum
vannst ekki ljós hugmynd um þessa bergtegund. Miklu lengra
komst þekkingin í þessu efni áleiðis, eptir að þeir R. Bunsen
og Sartorius von Waltershausen höfðu ferðazt á Islandi.
Bunsen rannsakaði efnasamsetning líparíts frá mörgum
stöð-um og fann að kísilsýru-magn þess var mjög mikið1. Siðan
hefir bergtegund þessi verið meir rannsökuð en nokkuð
ann-aö islenzkt grjót; vér veröum hér aó sleppa hinu einstaka
og vísa í hinar ýinsu ritgjörðir um jarðfræði Islands, i
flest-um þeirra er eitthvað um líparít á ýmsum stöðum á landinu.
Líparit er opt mjög urnmyndað og umbreytt af hveragufuin
og sýndi R. Bunsen hvernig það yrði, hann rannsakaði t. d.

’) Poggendorffs Annalen. Bd. 83. J851. bls. 200—201.
Líparít-analyser Bunsens eru líka prentaðar í F. Zirkel’s Reise nach Island,
bls. 325 og víðar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0171.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free