- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
186

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

186

is1) eptir H. Chr. Lyngbye (1782—1837), danskan prest; það
var ágæt bók og aðalrit í sinni grein langt fram á 19. öld.
í>ar er öllum þörum úr sjó og vötnum lýst, er þá voru kunnir
i hinu danska riki, og einnig lýst þörum frá Islandi,
Færeyj-um og Grænlandi2). Sumarið 1821 ferðuóust þeir F. C.
Eaben og A. M. Mörch víða um land og safnaði Mörch
mörg-um plöntum, einkum á Suðurlandi; fann hann allmargar
teg-undir, sem ekki höfðu fundizt áður, þó ritaði hann ekkert
um árangur ferðarinnar, en aðrir notuðu safn hans síðar.
1820—1821 ferðuðust þeir F. A. L. Tliienemann og G. B.
Qunther á íslandi og ritaði hinn fyrrnefndi ferðabók, sem áður
hefir verið getið; þar er mjög víða getið um gróður í þeim
héruðum, er þeir fóru yfir, og sumstaðar talað um
blómgv^in-ar og ávaxtatíma jurtanna: Thienemann fann og ýmsar
sjald-gæfar jurtir, þannig t. d. fagurblóm (Trientalis evropæa) á
Austurlandi, sem eigi hafði fundizt áður3). Um þetta leyti
(1821) kom út þriðja útgáfa af grasafræði J. W. Hornemanns
(1770—18-41) og er þar allmörgum íslenzkum plöntum lýst,
en af því höf. hafði eigi ferðazt á íslandi, varð hann að byggja
á ritum og söfnum annarra. Bók þessi þótti á sínum tima
ágætisrit og var hún aðalheimildarrit Odds Hjaltalíns.
Horne-mann nefnir sjaldan vaxtarstaði eða finnanda, heldur getur
þess aðeins, að plantan vaxi á íslandi; fyrst nefnir hann
ís-lenzkar jurtir í 2. útgáfu af grasafræði sinni, en eykur það i

’) H. Chr. Lyngbye: Tentamen Hydrophytologiæ Danicæ. Hafniæ
1819. 4° með 70 eirstungu-spjöldum.

2) Á 18. öld var farið að hugsa um þangbrennslu á íslandi og
1807 sendi stjórnin mann að nafni Morten Eeidt til íslands til þess að
gjöra tilraunir 1 þá átt (Lovsamling for lsland VII., bls. 114). Á
árun-um 1853—55 fékkst dr. Jón Hjaltalín nokkuð við þangbrennslu á
Eyrar-bakka, en síðan hefir ekkert verið við það fengizt. Ýmislegt var ritað
um þetta efni á íslenzku: Um pottöskubrennu af sjávarþangi úr dönsku
útlagt af Benedikt Gröndal (Rit Lærdómslistafélagsins VIII. 1788. bls.
232—239). Jón Hjaltalín: Um þangbrennslu (Þjóðólfur VI. 1854, bls.
185—187; VII., bls. 44—45, 51—52). Björn Jensson: Um þangbrennslu
(Andvari VIII. 1882, bls. 1—16).

3) Thienemann fann líka að Saxifraga aizoides var einkennilegur
fyrir Austurland, hann fann einnig S. Cotyledon. Galeopsis o. fl.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0198.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free