- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
197

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

197

sjálfur, en það gat opt valdið miklum ruglingi og misskilningi,
ef villur voru i jurtaskránum mann fram af manni, það gat
vakið efasemdir um það, sem rétt var, orðið til trafala og
leitt menn á villigötur. Grönlund kom tvisvar til Islands
1868 og 1876. í fyrra sinnið var hann 6 vikur á íslandi, í
seinna skiptið þrjá mánuði. Sumarið 1868 var óhentugt til
rannsókna sakir votviðra; Grönlund kom þá á uppleið við á
Berufirði og fór svo sjóleið til Beykjavíkur, þar hafði hann
aðsetur og fór smáferðir þaðan i ýmsar áttir, til Geysis,
Krisuvikur og upp í Surtshellir. Sumarið 1876 dvaldi
Grön-lund i júnímánuði optast i Reykjavik og ferðaðist um
ná-grennið og upp í Kjós og Hvalfjörð; í byrjun júlimánaðar fór
hann norður Grimstungnaheiði og svo vanalega leið um
Norð-urland að Mývatni, hitti þar i Reykjahlið Johnstrup og félaga
hans og varð þeim samferða á smáferðum um næstu fjöll.
Hinn 28. júlí sneri Grönlund aptur til Eyjafjarðar og fór
það-an í byrjun ágústmánaðar norður í Svarfaðardal og um
Heljar-dalsheiði að Hólum, þaðan upp að Vióimýri og svo
vanaleg-ar leiðir um sveitir til Hrútafjarðar og suður Holtavörðuheiði,
svo að Reykholti og Þingvöllum og kom til Reykjavíkur aptur
hinn 20. ágúst. Grönlund hefir skrifað margar ritgjörðir um
hinar æðri og lægri plöntur á íslandi, sum rit hans voru
reyndar prentuð eptir 1880, en vér munum þó vegna
saman-hengisins samt geta þeirra hér, enda framkvæmdi Grönlund
aðalstarf sitt, ferðir og plönturannsóknir fyrir þessi timamót
og samdi þá flest rit sin, þó sumt kæmi út síðan.

Vér munum þvinæst telja ritgjörðir Grönlund’s i sömu
röð, sem þær komu út. Fyrst skrifaði hann (1870) alþýðlega
ritgjörð um gróður á Islandi1) og talar þar urn loptslag,
lands-lag og jarðveg og almennan jurtavöxt: þvinæst er getið um
gróður á ýmsum stöðum t. d. í Esju, Kaldadal og í
Þing-vallahrauni, um jurtir i dölum og á láglendi og á túnum, um
ræktaðar plöntur og um notkun íslenzkra villijurta. Ritgjörð

’) Chr. Grönlund: Islandske Naturforhold med særlig Hensyn til
Islands Plantevæxt (Tidsskrift for populære Fremstillinger af
Natur-videnskaben. 4. Række II., 1870, bls. 107-127).

«

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0209.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free