- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
203

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

203

ítarlega, bæði likamsskapnaði þeirra, beinabyggingu og
lifn-aðarháttum eptir því, sem hann hefir getað eptirtekið og
upp-spurt. Fyrst lýsir hann íslenzkri tóu, limastærð, háralagi og
lit á ýmsum aldri, þvínæst lýsir hann sjö íslenzkum
selateg-undum, og munu tvær af þeim, er hann telur nýjar, vera
afbrigði ein. Höf. lýsir selunum mjög itarlega, útliti þeirra á
ýmsum aldri og beinabyggingu. segir frá lifnaðarhætti þeirra
og selaveiðum. Að endingu lýsir hann isienzkri mús, sem
hann hyggur sérstaka tegund (mus islandicus), en seinni menn
hafa haldið, að væri afbrigði ein. Um músina varð nokkur
ágreiningur, dýrafræðingarnir Sundevall og Blasius ætluðu, að
músin væri afbrigði af húsmúsinni (mus musculus), en Ed.
Erslev, sem rannsakaði mús. er Jap. Steenstrup hafði náð á
Rangárvöllum, ætlar einsog Thienemann, að það sé sérstök
tegund1). H. B. Melchior hélt, að músin væri kynblendingur
af húsmús og skógarmús. Andrew Murray setti þessa hina
sömu mús í samband við músasögur Eggerts Ólafssonar og
E. Henderson’s um muðlingaflutning á mykjuskánum2) og
réði af lifnaðarhætti þeirra, að mús Thienemann’s væri
lemm-ingsmús (myodes) og taldi af þeirri orsök ísland undir
spendýraríki Norðurameríku3). Jap. Steenstrup ritaði á móti
þessu og kemst að þeirri niðurstöðu, að islenzka músin
ó-mögulega geti verið lemmingsmús, en hljóti að vera
skógar-mús (m. svlvaticus), afbrigði af þeirri hinni sömu tegund, sem
algeng er í Skandínavíu, og sézt af því, að landspendýr á
Is-landi eru skvldust dýrum Norðurevrópu, einsog önnur islenzk
dýr4) Fullnaðar-úrskuröur í þessu músarmáli fékkst þó ekki

Jahren 1820 bis 1821. 1. Abtheilung Sáugethiere. Leipzig 1824. 8°
(VIII + 160 bls.); þar með fylgir »atlas« með 22 myndaspjöldum.

1) Ed. Erslev: Om nogle Arter af nordiske Mus (Forhandlinger
ved de skandin. Naturforskeres 5. Möde 1847. Kbhavn. 1849, bls. 944
—945).

2) Mynd af músum á mykjuskán kvað vera í Pictorial Museum of
Animated Nature. Vol. I , bls. 63.

3) A. Murray : The Geographical Distribution of Mammals. London
1866, 4°.

4) Jap. Steenstrup: Den oprindelige islandske Landpattedyrfauna’s
Karakter (Vidensk. Medd. Naturh. Forening 1867, bls. 51 — 66). Dýra-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0215.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free