- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
208

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

208

L. Thienemann, báðir i þeim erindagjörðum að rannsaka
dýralif Islands einkum fuglana. Það varð aldrei af þvi, að
Thienemann gæti gefið út sérstakt rit um íslenzka fugla
eins-og hann ætlaði sér, en i ferðabók hans er mjög mikil fræðsla
um fugla og lifnaðarhátt þeirra og einnig ýmislegt, er snertir
ísland, i ritum hans um fuglaegg (III., bls. 224—25). Fr.
Faber afkastaði miklu meira i þessu efni og hann má heita

r

höfundur og faðir islenzkrar fuglafræði á 19. öld. Arið 1822
gaf hann út ágrip af íslenzkri fuglafræði1), og telur þar 86
fugiategundir. I ágripi þessu nefnir höf. fyrst hin latnesku
nöfn og svo hin íslenzku og eru flestöll alveg rétt.
Eigin-legar tegundalýsingar eru ekki í bókinni, en þó lýsir höf.
stundum lit og skapnaði fuglanna, þegar það hefir einhverja
sérstaka þýðingu. Aðalefnið er um lifnaðarhátt fuglanna og
er ritið fullt af nýjum athugunum, sem höf. hefir framkvæmt
með mikilli nákvæmni og þolinmæði. Faber getur opt um
litbreytingar fuglanna eptir árstimum og aldri. um fæðu þeirra
og ferðir; komu farfugla á vorin og brottför á haustin, hann
getur um varptima fuglanna, um hreiður þeirra og egg, um
rödd þeirra og gang, flug og sund, hann lýsir fvrstur itarlega
varpblettum sundfugla og skiptir þeim i deildir eptir
sund-lagi og köfun, getur um fuglaveiði og fuglabjörg o. s.
frv-Faber ætlaði, að hin íslenzka rjúpa væri sérstök tegund (tetrao
Islandorum) og lýsir henni itarlega; hafa sumir fallizt á það.
en nú munu flestir fuglafræðingar aðeins telja hana afbrigði
hinnar norrænu rjúpu (lagopus alpinus Nilss). J H.
Rein-hardt skrifaði langan ritdóm um bók þessa2) og eru í honum
ýmsar fróðlegar athugasemdir. Fr. Faber segist 12. sept. 1819
hafa skotið fugl þann, sem heitir loxia serinus (Scopoli),
á Húsavík, en það er suðrænn fugl, sem ekki hefir með vissu
fundizt á Islandi síðan3); það tókst svo illa til, að hamurinn

’) Friedrich Faber: Prodromus der islándischen Ornithologie oder
Geschichte der Vögel Islands. Kopenhagen 1822, 8° (II + 114 bls.).

’) Dansk Litteraturtidende for Aaret 1824. Kjöbenhavn. 8°, bls.
24—32. 41—48.

3) Sumarið 1894 sá Benedikt Gröndal svipaðan fugl í Reykjavík
(íslenzkt fuglatal, bls. 38) og sama sumar sá ég líkan fugl í
skógar-runnum í Öræfasveit.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0220.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free