- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
222

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

222

vel samin. Þar lýsir hann 1 byrjun landsiagi og loptslagi á
Islandi að nokkru og ýmsu, sem fvrir augun bar, en
aðalefn-ið er aimenn, fróðleg lýsing á skordýralifi íslands og svo
itar-leg lýsing islenzkra fiðrilda og skrá um íslenzkar bjöllur.
Peir Staudinger og Kalisch fóru frá Kaupmannahöfn 2. maí
með verzlunarskipi, er Smith kaupmaður i Reykjavik átti, og
komu til Reykjavíkur 18. s. m. í Reykjavík dvöldu þeir
félagar nokkra daga og fóru meðal annars út i Engey, en
siðan til Þingvalia 23 mai; þar voru þeir um sumarið til
hins 11. ágúst, þá héldu þeir heimleiðis og sigldu með
póst-skipinu »Sölöven« 14. s. m. Frá f’ingvöllum fóru þeir
Stau-dinger smáferðir um nágrennið, suður i Grafning og upp á

r

Hengil, upp á Armannsfell og tvisvar austur að Geysi; i fyrra
skiptið, er þeir skoðuðu Geysi, fylgdi síra Simon Bech þeim
þangað og undraðist Staudinger mjög, að prestur hafði aldrei
komið þar fyrr, þó hann byggi svo nærri og var búinn að
vera 12 ár prestur á Þingvöllum. Sumarið var mjög
vætu-samt á Suðurlandi og fremur kalt og Staudinger segir, að 6.
og 7. júlí hafi snjóað í byggð í Mývatnssveit og hefir hann
líklega haft þá fregn frá Krúper, er þar dvaldi. Peir
Stau-dinger og Kalisch söfnuðu langmestu, en Krúper og
Finster-walder lika allmiklu; segir Staudinger, að Krúper hafi fundið
7 bjöllutegundir nyrðra, 3 mölflugur og eina vespu, sem þeir
eigi fundu syðra, en Finsterwalder aðeins eina flugutegund.
Staudinger telur skordýralif á Islandi fátæklegt og
tilbrevt-ingarlitið um land allt; segist Staudinger varla trúa, að fleiri
en 500 skordýrategundir mundu finnast á íslandi þó vel væri
leitað, og er það þó litil tala fyrir jafnstórt land. Yfirhöfuð
segir hann, að eðlilegt sé, að skordýrategundir séu færri á eyjum
en á fastalandspörtum jafnstórum, en á Islandi standi
enn-fretnur kuldi og skógleysi skordýralifinu mjög fyrir þrifum,
svo muni og öskufall við eldgos eyða mikium fjölda
skor-dýra, en ef tegundir deyja út, þá kernur ekkert i skarðið
frá öðrum löndum. Alls fundu þeir félagar 312 tegundir

unternommen (Entomologische Zeitung herausgegeben von dem
entomo-logischen Vereine zu Stettin. 18. Jahrgang. 1857, bls. 209—289).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0234.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free