- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
229

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

229

coccus) opt i miklum grúa i hverjum hundi, en í Danmörku

fann hann þenna orm að eins hjá 0,6 °/o af þeim hundum, sem

rannsakaðir voru. Alls fann Krabbe 7 tegundir innýflaorma í

íslenzkum hundum, þar á meðal eina tegund nýja. Hjá 25

köttum (af 31) fann Krabbe innýflaorma og hann rannsakaði

lika orma í rottum og selum1). H. Krabbe ritaði siðar var-

úðarreglur og leiðbeiningar fyrir Islendinga til þess að reyna

að sporna við útbreiðslu sullaveikinnar2) og tilraunir þær,

sem gjörðar hafa verið í þá átt, eru honum fyrst og fremst

að þakka. Siðan hafa læknar ritað fjölda bóka og ritgjörða

um sullaveikina, sem hér yrði of langt að telja. H. Krabbe

hefir ritað margt fleira um bandorma, meðal annars um

bandorma í fuglum, og getur höf. þess um tvær tegundir, að

t

hann hafi tekið þær úr fuglum á Islandi3); hann hefir og ritað
um spólorma úr íslenzkum selum4) o. fl.

Um hveljudýr á íslandi, marglyttur, rifhveljur og
hvelju-polypa, hefir ekki verið mikið skrifað. Jap. Steenstrup
minnt-ist á fáein af þessum dýrum (bls. 37) og síðar samdi
Thomas Hincks skrá yfir nokkra hveljupolypa og önnur ófull-

H. Krabbe: Helminthologiske Undersögelser i Danmark og paa
Island. med særlig Hensyn til Blæreormelidelsen paa Island (Vidensk.
Selskabs Skrifter naturv. mathem. Afd. 5. Række VII., 1868, bls. 345—
408) 4°. Líka á frönsku. H. Krabbe: Undersögelser angaaende
Fore-komsten af Indvoldsorme i Hundens og Kattens Tarmkanal i Danmark
og paa Island (Tidsskrift for Veterinærer XII. Kbhavn. 1864, bls. 175—
195). Sbr. Vidensk. Meddel. Naturh. Forening 1866. bls. 1-10.

H. Krabbe: Efterretning for Islænderne angaaende
Blæreorme-sygdornmen og Midlerne til at forebygge den (Tidsskrift for populær
Fremstilling af Naturvidenskaben. 3. Række 1. Bind. 1864, bls. 280—
299). H. Krabbe: Athugasemdir handa Islendingum um sullaveikina
og varnir mót henni. Kmhöfn. 1864. 8° (18 bls.). H. Krabbe:
Blære-ormelidelserne paa Island og de imod dem trufne Foranstaltninger
(Tidsskrift for Veterinærer 2. Række XX. 1890, 20 bls.).

®) H. Krabbe: Bidrag til Kundskab om Fuglenes Bændelorme 1869
(Vidensk. Selskabs Skrifter, naturv. math. Afd. 5. Række VIII., bls.
249-368).

4) H. Krabbe: Sælernes og Tandhvalernes Spolorme (Vidensk.
Selsk. Oversigter 1878, bls. 43—51).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0241.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free