- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
237

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

237

athugað malarkamba, brimbarða hella, skeljar og rekavið
langt frá sjó, en athuganir þessar voru of fáar og
sundur-lausar, enn hafði engin tilraun verið gjörð til þess að safna
þeim i eina heild og til þess að reyna að finna lögmál fynr
hækkun landsins eða þverrun sjóar, enda haföi hæð þessara
sævarmenja yfir fjöruborð mjög óviða verið mæld. Um
hækk-un og- lækkun landsins á ýmsum tímabilum höíðu
jarðfræó-ingar haft margar undarlegar og mjög sundurleitar skoóanir.
í>á má ennfremur geta þess, að roksands og
móhellumynd-anir hafa enn ekki verið rannsakaðar sem skyldi og heldur
ekki sandar fram með jöklum, sem myndaóir eru
margvís-lega af skriðjöklagangi, jökulám, jökulhlaupum og ösku og
gjalli úr eldgosum. í>á hafa menn enn lítt rannsakað áhrif
vatns og jökla á myndun gilja, botna og dala, heldur ekki
breytingar þær, sem ár gjöra, og útbreiðslu árburðar og eigi
áhrif þau. sem brim og straumar hafa á ummyndun
strand-anna. Hveri og hveravatn á Suðurlandi rannsökuðu ýmsir
útlendingar allitarlega, bæði hita á ýmsu dýpi og
efnasam-setningu vatns og hverahrúðurs, en þessar rannsóknir hafa
hérumbil eingöngu verið bundnar við Geysi og Reykjahveri i
Olfusi, allur hinn mikli hveragrúi annarsstaðar var þvínær
ókannaður bæði að því er snerti efni og hita og samband
þeirra vió sprungur jarðar og jarðlagabyggingu. Ahrif
brenni-steinshvera á ummyndun bergtegunda rannsakaði R. Bunsen
nákvæmlega i Krísuvík og í Hliðarnámum, en eðli annara
brennisteinshvera hefir enginn kannað.

Um steinafræði Islands var tiltölulega fátt skrifað,
fáein-um steinategundum hafði verið lýst, en ekki var til nein
sam-anhangandi lýsing á öllu steinariki landsins, enda er það í
sjálfu sér mjög fáskrúðugt að tegundum. Grasaríki íslands
hafði allvel verið kannað, að minnsta kosti að því er snertir
hinar æðri jurtir, þó var enn mjög langt í land, aó fullkomin
vitneskja fengist um gróður landsins í öllum greinum. Mikið
hefir þó í þessu efni áunnizt á hinum siðustu 20 árum
hinn-ar 19. aldar. Jurtagróóur hálendisins er þó enn lítt
kann-aður og menn vita mjög lítið um hina stóru mýrafláka og
skilriki þau, sem þar eru að finna um sögu jurtagróðursins

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0249.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free