- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
246

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

246

1., bls. 14. I sambandi við sögurnar um Arthur konung
og aðrar fornar sagnir má geta þess, að þjöðsögur segja. aö
48 skozkir konungar hafi verið grafnir við Jona klaustur í
Suðurevjum og auk þess átta norskir konungar. fjórir íslenzkir
og einn franskur1). Af ritum um Thule má nefna J. B. B.
d’ Anville Mémoire sur la navigation de Pythéas á Thule, et
observations géographiques sur 1’ Islande (Mémoires de
1" Academie des Inscriptions, t. XXXVII. Paris 1774, 4°. bls.
436—442); þar er Islands sérstaklega getið.

1., bls. 94. Um Donis-kortin hefir Jos. Fischer nýlega
ritað í »Die Entdeckungen der Normannen in Amerika«.
Freiburg in Breisgau 1902, 8°. Það er merkilegur ósiður,
jafnvel manna, sem betur vita, alltaf að staglast á
Norðmanna-fundi Ameriku, þvi enginn getur með réttu tekið þann sóma
frá Islendingum, að þeir fundu fyrstir Grænland og Ameríku.
Bók J. Fischer’s er annars góð bók og mjög fróðleg einkum
að þvi er snertir kortasögu fyrri alda. Þar eru 6 eptirmyndir
af Norðurheimskortum eptir Donnus Nikolaus Germanus frá
árunum 1466, 1474 og 1482, ennfremur kort Waldseemiiller’s
frá 1507 og 1516.

7., bls. 99 og 132. Sigmund Giinther, prófessor i
Miin-chen, ágætur fræðimaður i landfræðissögu, hefir ritað um æfi
Jacob Ziegler’s: Jacob Ziegler, ein bavrischer Geograph und
Mathematiker (Forschungen zur Kultur und Litteraturgeschichte
Baverns IV.—V. 1896—97). J. Ziegler var fæddur 1470 í
Landau við Isar, en dó í Passau 1548 eða 1549.

]., bls. 118. Hinn enski kvæðisstúfur um Island hljóðar
þannig:

Of Island to write is litle nede

Saue of Stockfisch: Yet forsooth, indeed

Out of Bristowe, and costes many one.

’) Erindringer fra Skotland i J. Chr. Riises Historisk-geografisk
Archiv VII., 1840, bls. 61. Geografisk Tidskrift III., 1879, bls. 28—31.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0258.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free