- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
9

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sævardýpi.

9

Frá suðurströnda íslands er styzt niður í mardýpið
mikla, þvi úthafsdjúpið skerst þar lengra app til norðurs
en annarstaðar. Suður af Islandi þarf eigi að fara nema
15—20 mílur til þess að komast út á 1000 faðma dýpi, en
viðast aunarstaðar er slikt dýpi helmingi fjær landi. Hinn
langi hryggur, sem gengur út af Reykjanesi til suðvesturs,
skilur þetta dýpi frá öðrum hafdjúpsiióa, sem gengur upp á
milli Grænlands og Islands. Norðan við hrygginn, milli
Islands, Noregs og Jan Mayn er Norðurhafsdjúpið mikla,
það er afarmikil skál, sem nær niður á 17—1900 faðma
dýpi og gengur alla leið norður með Spitzbergen.

Eins og fyrr gátum vér, stendur fsland á grunnsævis-

palli, sem er nokkurnveginn sléttur að ofan, en allbrattur

út að meginhafi. Breidd þessa palls er nokkuð mismun-

andi. viðast 10—15 milur, en minst 3 — 4 mílur fyrir sunnan

land. Slik grunnsævisræma fylgir ströndum allra landa við

hið norðlæga Atlantshaf og er sérstaklega glögg fram með

ströndum Noregs, og er brúnin þar kölluð Hafseggin eða

Stóreggin. A brún grunnpallsins kringum Island er 100

faðma dýpi og frá brúninni brött hlíð niður að 700 faðma

dýpi. eftir það verður botninn aftur tiatari og hallinn við-

t

ast miklu minni. Hryggurinn milli Færeyja, Islands og
Grænlands gengur upp að pallinum við Austurland og frá
honum aftur út af Vestfjörðum. Langbröttust er brúnin
fyrir sunnan land, suður af Mýrdalssandi, og þar er hún
næst landi; þó væri öll orsök til að ætla, að hér væri
að-dragandinn einmitt meiri og brattinn minni, þvi þar liggja
jöklar fyrir ofan, sem bera fram ókjör af lausagrjóti, möl og
sandi. Petta snardýpi, svo nærri landi, hlýtur þvi að standa
i sambandi við upprunalega myndun landsins, áður en jöklar
voru til. Út af Vestfjörðum er grunnsærinn viðast 12—14
milur á breidd og brúnin ekki eins livöss; út af
Snæfells-nesi kemur 700 faðma dýpi eigi fyrr en 27 mílur frá landi.
Grrunnsævis-pallurinn kringum Island er fyrir innan 100
faðma dýpi i heild sinni hallandi fiötur, aðliðandi upp að
ströndinni

Hryggurinn fyrrnefndi er örmjór á einum stað, mitt á

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0023.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free