- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
31

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Flóð og fjara. Rastir.

31

og hraða flóðbylgjimnar. Sævarfallið kringnm ísland1) er
sameinuð hreyfing fióðs og úthafstrauma, en mjög ern föllin
óregluleg að ýmsu leyti. Flóð og fjara virðast fara
hring-ferð kringum landið, iióð gengur með sóiu, fjara mót sólu.
Úthafsstraumarnir renna og yíirieitt i sömu stefnu sem
tióð-bylgjan, svo af þvi verður alment fail kringum landið með
sólu. Flóðbylgjuhryggurinn kemur i túnglfylling og
tungl-kveiking, um kl. 4 eftir Reykjavikur-tima, að suðurströndu
landsins og hreyfist til vesturs kringum landið, og fer
hér-umbil 20 miiur á klukkustundu, fer fram hjá Reykjanesi
um kl. 5, kemur á Breiðafjörð kl. 6, að Hornbjargi ki. T1/^,
að miðju Norðurlandi kl. 9, að Langanesi kl. 11 og að
Dala-tanga kl. 12. Siðan minkar hraði flóðbylgjunnar allmikið,
kl. 2x/4 fer hún fram hjá Berufirði og ki. 5 fram hjá
Vestra-Horni við Lón, og á eyjunum fyrir utan suðausturströndina
kemur flóð 1 tii 2 stundum siðar en i fjörðunum. Fjara
verður viðast 6 stundum og 10 minútum seinna en flóð, þó
er breyting frá þeirri reglu við suðausturströnd Islands, þar
er fjara samtimis fjöru við Reykjanes og flóði hjá
Langa-nesi. Faiibreytingin er viðast önnur við strönd og i
rúm-sjó, kemur við Yestmannaeyjar og fyrir utan Faxaflóa einni
stundu fyrr en við ströndu, en siðan kringum landið úti i
hafi 1—2—3 stundum siðar en á fjörðum, af þessu leiðir að
fallið er oft mjög margbrotið nærri ströndum Islands, af því
líka harðir vindar, oft með mismunandi stefnu og hraða i
ymsum hlutum landsins, geta haft töluverð áhrif á
sævar-föllin. I fjörðum á Yesturlandi gengur flóð inn með
suður-ströndu, út með norðurströndu, á Norðurlandi inn að
vest-anverðu, út að austan, á Austurlandi inn að norðan, út að
sunnan. Lágsjáað er alstaðar þvert á móti. Fallið er
harð-ast 1 eða 2 dögum eftir fyllingu og kveikingu tungls, þegar
tungl og sól samtímis eru næst jörðu. Linastur er
straum-ur einum eða tveim dögum eftir kvartilaskifti, þegar tungl
og sól eru fjarlægust jörðu; harðasti straumur er þrisvar

’) Hér er að raestu farið eftir *Den islandske Lods». 2. Udgave.
Kbhavn 1903. Sbr. Almanakið.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0045.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free