- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
59

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hafís.

58

A 19. öld eru aðeins tvær undantekningar frá þessari reglu.
1818 kom hafis ekki fyrr en 23. ágúst og fór aftur 9.
sept-ember; 1882 kom isinn i aprilmánuði og hvarf eigi á burt,
frá Norðurlandi fvrr en 3. september. Fjórir seinustu
mán-uðirnir af árinu mega heita alveg islausir hér við land, i
októbermánuði hefir aldrei sózt ís og á hinum mánuðunum
aðeins litilfjörlegt hrul.1)

Isalög á sjó eru fátið á islenzkum fjörðum og flóum og
má heita að aldrei leggi sjó nema i aftöku hörkum. Vér
höfum áður séð, hve mikill sævarhitinn er i kringum
Is-iand og þarf mikið til að lækka hann svo að sjór frjósi.
Sjórinn frýs þvi fljótar sem hann er saltminni, og fyrst
frjósa þessvegna saltlitlir ósar og lón, sem ár renna í, og þvi
næst hinir instu firðir og vikur; stundum nær þó
iagnaðaris-inn nokkuð út á sjó, sérstaklega inni i flóum milli evja. Þar
sem eðlileg úthafsseita er i sjónum, frýs hann varla fyrr en
sævarkuldinn er orðinn -4- 21/?0. Mikill hafis kælir loftið og
sjóinn, heldur heita straumnum frá Norðurlandi og tekur
lika úr sjónum mestu seltuna, þessvegua myndast lagnaðar-

’) Ymsir vísindamenn liafa lagt hafís-skýrslur minar, sem fy’rr var
getið, og prentaðar voru í tímaritinu »Ymer« i Stokkhólmi 1884 til
grund-vallar fyrir ýmsum rannsóknum um veðurfar og árferði í Eurúpu.
Arið 1890 kom út merkilegt rit eptir Ed. Briickner: Klimaschwankun
-gen seit 1700 (Geographische Ahhandlungen herausg. von A. Penek.

IV. Heft 2. Wien 1890) þar er sýnt fram á ýms veðráttutímabil og
ár-ferðisbreytingar á 35 ára tímabiluni. R. Sieger (Der
Temperatur-gegensatz zwischen Europa und Nordamerika und Eduard Brúckners
nordatlantisches Ausnahmegebiet í \leteorol. Zeitschrift 1892) bar
saman ísrek við Island á 19. öld eftir ísatöflu minni við veðráttuskrár
Briickners og fann að tímabil með miklum hafísum standast á við
heit veðráttutímabil í Európu, en i kuldatímabilum er hafís lítill við
Island. Seinni rannsóknir hafa staðfest Jiessa ályktun. Nýlega hefir
Wilh. Meivardus bygt margbrotnar rannsóknir á hinum sömu
hafís-skýrslum. Hin þýðingarmikla ritgjörð hans »Periodische
Schwan-kungen der Eisdrift bei Island« er prentuð í »Annalen der
Hydro-graphie und Maritimen Meteorologie 1906« (34 bls. 4° með 5
mynda-töflum). Meinardus rannsakar á ýmsan hátt hlutföll ísreksins við hita
og loftþyngd í næstu löndum og höfum, við sólblettafjölda, strauma
o. m. ti. og rnunum vér geta þess nokkuð nánar í katianum um
veðr-áttu f’ar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0073.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free