- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
79

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Firðir. 79

sést og sumstaðar. að firðirnir eru reglulega holaðar kvosir
i blágrýtisbergi, fjarðamynni eru á stöku stað lokuð af
isnún-um skerjum og sumstaðar eru vatnsfyltar dældir i dölunum
sorfnar i fast berg.

Hinir eiginlegu firðir á Islandi liafa vfirleitt hina sömu
piginlegleika, einsog firðir i öðrum löndum, þó þeir hvorki séu
eins djúpii’ né margkvislaðir einsog firðir i Noregi og
Græn-landi og hér á landi eru heldur ekki þverdalir og sund.
sem sumstaðar sameina firði erlendis, svo þeir eru
samtvinn-aðir i fiækjur, einsog norðantil á austurströndu Grænlands.
á vesturströnd Ameriku og viðar. Islenzkir firðir eru
ná-tengdir blágrvtinu, þeir liafa reglulega skorist niður gegnum
blágrytishálendin og eru sumstaðar yfir 3000 feta djúpar glufur.
Frá dalbotninum sjást hamralögin glöggt i hliðunum beggja
megin, þau taka sig upp á báða vegu og surtarbrandslög og
rauðar gjallskánir milli blágrýtislaganna sýna, að ekkert
hefir raskast., þó þessar hyldýpis skorur hafi sorfist niður
gegn-um hálendið. Fjaröadalir eru fvrir austan og vestan fiestir
stuttir, og brattir botnar fyrir endum þeirra. Dalirnir hækka
oft með stölium (einkum á Austurlandi) og bogadregnum
liamrabeltum úr blágrýti; uppi á hverjum stalli eru
malar-fietii’ og mýrar, og árnar renna i fossum þrep af þrepi. í
móbergshéruðuni eru engir eiginlegir firðir, þar eru
annað-hvort flóai’ eða þá óreglulegar smávikur með ýmsu lagi og
eru sumar þeirra myndaðar af bylgjugangi sjóar, brimið
hefir getað brotist þar inn sem bergið var veikast fyrir.
Sumstaðai’ hafa þó árnar i móbergshéruðunum myndað
dá-litlar dalskorur, sem ganga fram að sjó, en livergi út í sjó.
Af þvi móbergshéruðin eru miklu yngri, er dalmyndunin
þar miklu skemmra komin en i blágrýtishéruðunum.

A íslandi eru ekki nema tveir stórir fjarðaklasar, er
snúa opum út að hafi, á Vestfjörðum og Austfjörðum, en
auk þess ganga margir firðir inn úr flóum. A Vestfjörðum
eru 8 aöalfirðir og 18 aukafirðir, á Austfjörðum milli
Hér-aðsfióa og L<ms 10 aðalfirðir og 3 smáir aukafirðii’. A
Vesturlandi er dýpt fjarðadalanna frá fjallabrúnum niður að
sævarfleti vanalega 16—1900 fet. en á Austfjörðum eru dal-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0093.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free