- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
165

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

164 Aðalhálendi íslands.

165

sprungið, utan í þeim er oft lyng og holtagróður, en mýra-

gróður í lægðunum milli þeirra. Yfir hinum hæstu og

hrjóstrugustu öræfum Tslands hvílir jafnan hátíðleg þögn,

ekkert hljóð heyrist nema niðurinn í giljunum og þyturinn

í vindinum, fuglarnir fijúga þegjandi framhjá, þeir hafa

ekkert þar að gera og flyta sér yfir auðnirnar. Pað má

heita svo, að náttúran sé dauð og steingjör, hvorki dýralif

né jurtalíf getur þrifist. A hinum lægri hlutum hálendisins

þar sem graslendi er og tjarnir, er aftur á móti á sumrum

sumstaðar fjörugt fuglalíf af álftum, öndum, gæsum, heim-

brimum og öðrum fuglum. Loftslagið á hálendi Islands er

eðlilega mjög kalt og hráslagalegt, þó er þar minna eyjaloft

en í sveitum, meiri hitamunur á vetri og sumri, degi og

nóttu. Uppi á miðlandsöræfum Islands hlýtur oft að vera

grimdargaddur á vetrum, þegar meðalhiti vetrar á Möðru-

dal. sem þó aðeins liggur 1495 fet yfir sævarmáli, er-í- 7,2° C.

Pó allheitt geti verið á öræfum þegar sólin skín, þá varir

það skamma stund og oft finst nístandi kuldi af jöklum

undir eins og dregur fyrir sólu, og á nóttunni frýs nærri

altaf. Ulviðri með snjó og hagli, lamviðurs-rigningar eða

sandbyljir geta komið hvenær sem vera skai á sumrum og

rokviðrin standa gróðrinum mjög fyrir þrifum. steinar,

sandur og möl þeytast fyrir hvössum vindi hindrunarlaust

yfir hinar miklu víðáttur svo klettarnir skafast og fægjast

þó harðir séu, en plöntunum er hvergi vært. Uppi til jökla

er oft yndislega fagurt í góðu veðri á sumrum, en í ill-

viðrum er þar aftur svo ilt og ömurlegt að flestum mun

nóg boðið; að leggjast út og búa til langframa á öræfum
i

Islands mun því varla heiglum hent.

Síðar i þessu riti munum vér ítarlega geta um snjó og
jökla og um hæð snælínunnar í ýmsum héruðum. Það er
einkennilegt og þó eðlilegt að hæð bygða yfir sjó í ýmsum
landshlutum hagar sér svipað og snælínan eða takmörk
stöðugra fanna. Snælínan gengur lengst niður á
Horn-ströndum 1300 fet yíir sjó, en þar liggja hæstu bæir aðeins
250 fet yfir fjörumáli, sunnar á Vestfjörðum er snælínan
aptur 2000 feta há og þar gengur bygðin mest 400 fet upp

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0179.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free