- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
217

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hornstrandir.

217

Jökulfjallgarðinum, það er einstakt fell úr móbergi með
nybbum og tindum. þar er Sönghellir (816’). Fyrir
austan Stapa eru sævarklettar liáir úr móbergi og
hnullunga-bergi, þar heitir Sölvahamar. A nesinu milli
Breiðu-víkur og Búða er Búðahraun, það hefir runnið úr stórmu
einstökiun eldgig á undirlendinu, sem lieitir Búðaklettur
(312’)- Fyrir innan Búðir er fiatlendi fram með
fjallgarð-iniun inn Staðarsveit 1 2 — 1 mila á breidd, og er þar viðast
skeljasandur með sjó. Fjöllin fyrir ofan eru óslitin,
saman-hangandi hlið með smáskörðum niður i brúnirnar, en fyrir
neðan eru grasgefnir mvrafiákar og slægjur góðar. Eftir
allri Staðarsveit austur undir Hafursfeli liggur forn
malar-kambur með möl og brimsorfnu grjóti og heitir hann
Oldu-hryggur, fyrir ofan hann eru mýrar og margar tjarnir og
stöðuvötn.

Dalir. Fyrir botni Bi-eiðafjarðar ganga einnig fram
smátangar úr aðaihálendinu, en fiestir eru |)eir fremur lágir,
mest er fjallatunga sú, sem skilur Hvammsfjörð frá Gilsfirði,
og hún er langhæst. Upp frá Hvammsfirði gengur að
sunnan og austan fjöldi dala og lágir hálsar á milli, þessi
bygðarlög eru því kölluð Dalir og héraðið alt frá Gljúfurá
i Gilsfjarðarbotn Dalasýsla. Sunnan með Hvammsfirði
öllum er undirlendi og ganga dalir upp frá þvi; skamt
fyrir innan Alftafjörð gengur inn Stóri Langidalur
all-langt inn i fjöll, og eru ýmsir tindar á brúnunum, meðai
amiara Hestur, þá kemur Litli-Langidalur, upp úr
honum liggur vegur suður að Rauðamel. þar heita Flatir
fyrir austan Hest; bak við dalina eru lágar og fiatvaxnar
heiðar; þá er Setbergsháls (484’), af honum er góð
út-sjón yfir eyjagrúann i mynni Hvammsfjarðar. Inn með
Skógarströnd eru á undirlendinu eintóm klappaholt og
smá-fell, og er austan til skógarkjarr viða á holtum og melum
og mýrasund á milli. Upp af Skógarströnd eru jafnhallandi
heiðar upp að Rauðamelsheiði og er fjallgarðurinn þar mjög
lágur. T’egar innar dregur verða fyrir maimi ýmsar smáár,
sem hafa grafið sér djúp gil í blágrýtið. Fyrir austan
Gljúfará tekur við Hörðudalur, þar fara fjöllin aftur að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0231.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free