- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
220

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

220

Vestiirðir.

landsins, þeir eru minna hálendi, sem er tengt við
aðal-hálendið með mjóum tanga. Eiðið, sem tengir Yestfirði
við meginlandið, er ekki nema tæp míla á breidd, og hæð
þess (hjá Krossárvatni) 727 fet yfir sjó. Fyrir botni
Grils-fjarðar hjá Kleifum eru skeifumyndaðir hamrastallar, og
fellur Keifaá þar niður, i henni er Gullfoss (160 fet á hæð).
Ur Krossárvatni fellur Ivrossá niður i Bitru. Eins og fvr
hefir verið lyst eru Yestfirðir ákaflega vogskornir, landið er
eigi meira en rúmar 170 ferhyrndar mílur. en strandlengjan
nálægt 250 milum. Vestfjarðahálendið hefir skorist sundur
i pjötlur af fjörðum, vikum og dölum. Pykkum lögum af
blágrýti er hlaðið hverju ofan á annað, dala- og
fjarðar-rifurnar skerast beint niður i gegnum þau og stefna einsog
geislar i allar áttir frá hæstu bungunum. Blágrýtislögin
liggja lárétt eða lítið hallandi gegnum landshlutann allan,
og firðirnir hafa sjaldan nokkur áhrif á legu þeirra, Jteir
hafa skorist gegnum hiu láréttu hamrabelti, án þess að raska
þeim. A milli fjarðanna eru oft aðeins örmjóir kambar með
vmsum skörðmn, lægðum og hvilftum, eru fjallaálmurnar þó
oftast flatar að ofan, þar sem breiddin annars er nokkur til
muna, en vatnsrenslið heflr myndað dali niður til beggja
hliða; þegar nógu langt kemur upp á hálendið hverfa
firð-irnir sjónum manna, og sjást eigi fyr en nærri brúnum.
Strendur Yestfjarða eru mjög sæbrattar, viða þverhnýpt
hamrafjöll i sjó fram, midirlendi svo að segja ekkert, örmjóar
landræmur með sjónum, sem sumstaðar hverfa og stuttir
dalir upp þaðan, botnar og hvilftir. Yegir eru viða illir og
torsóttir og ferðast menn þvi mikið á sjó eða þá
fót-gangandi.

Vestfjarðahálendið er að ofan mjög hrjóstrugt, þvinær
ehitómar auðnir og öræfi, urðir og melar, blágrýtisásar og
klappir og snjóskaflar viða í lautum. gróður er þar þvínær
engiim. Meðalhæðin mun vera um 2000 fet, hæstu
bung-urnar eru rúm 2800 fet, liækkar hálendið smátt og smátt
upp að þehn, en lækkar viðast niður að strandafjöllum, sem
nftast eru 12—1800 fet og stundum hærri, og eru alstaðar
brött þehn megin sem að sjó veit. Snælinan liggur hér

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0234.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free