- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
222

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

222

Vestiirðir.

niður að sjó. Loftslag er á Ströndnm mjög hráslagalegt
og þokuúðar og óþerrar oft á sumrmn, svo ekki er von að
snjóa leysi vel á fjöllum. Margar kvislar ganga útúr þessu
hálendi, og mun þeim bráðum lvst verða, mestar og hæstar
eru þær, sem ganga fram milli Steingrimsfjarðar og
Reykjar-fjarðar að austan og sú fjallaálma, er gengur vestur milli
Isafjarðardjúps og Jökulfjarða, Yfir hálendi þetta eru fáir
vegir og sjaldfarnir; Steingrimsfjarðarheiði liggur niður
að Isafirði frá Steingrimsfirði og er löng og torsótt, en
Trékyllisheiði (1530’) gengur frá sama firði norður i
Reykjarfjörð (Kúvikur). Frá Norðurströndum var fyrrum
stundum farið yfir Drangajökul niður að Djúpi. Norðan við
Drangajökul skerst nyrzta kló Vestfjarða nærri frá
megin-landi, þar er milli Hrafnsfjarðar og Furufjarðar eiði
fjall-lent, sem ekki er nema 2/3 úr milu á breidd, vegurinn þar
yfir heitir Skorarheiði (um 600 fet). þar er aðalleið
Horn-strendhiga að Djúpi.

Pað er aðeins örmjór jaðar fram með Vestfjörðum, sem
bygður er, og er hann víða sundurslitinn af háum björgum,
sem ganga þverhnýpt i sjó fram. Mest er undirlendið, ef
svo má kalla, fram með Breiðafirði að norðan, og frá þeirri
strönd ganga allmargir grösugir dalir upp i hálendið, en
flestir eru þeir stuttir. Fram með ströndu ganga fram ótal
múlar, hálsar og hyrnur, er skilja sundur dali og firði, og
sumstaðar eru allháir hnúkar á hálendisröndinni.

Norðan við Gilsfjarðarbotn eru brattar hliðar og svo
múlar milli dala, þar er Snjófell (1807’), en vestar gengur
inn Geiradalur, þar hefst flatlendi nokkuð inn að botni
Berufjarðar, þar eru tveir hjallar miklir með brimbörðu
grjóti og öðrum fornum sævarmenjum og haldast þeir inn
i Gilsfjarðarbotn; milli Berufjarðar og Króksfjarðar er Bo
rg-arnes með tveim klettahnúðum, en Bjartmarssteinn
fremst á nestánni. Milli Berufjarðar og Þorskafjarðar eru
Vaðalfjöll (1636’), breið og ávöl með klettastrýtu uppúr.
Þar fi-am af gengur Reykjanes, allmikill skagi, og tekur
Reykjanesfjall yfir hann mestallan, lægð er fyrir ofan
það milli fjarðanna. Austan i Reykjanesi er Barmahlið,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0236.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free