- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
237

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Lón. Hornafjörður.

287

lega út á mitt nesið, þar fyrir utan er láglendi. Skagi er
afarmikið nes, 2—4 mílur á breidd og 6—7 milur á lengd.
Yestan á nesinu heitir Skagaströnd og er þar
undirlendis-ræma fram með sjó en fvrir ofan eru fjöllin skorin sundur

i ehitóm kollótt smáfell, undirlendið hefir fyrrum verið i

* «/

sjó og sjást malarrindar viða fyrir ofan sléttlendið undir
hliðunum. Af fjöllunum er Spákonufellsborg (2056’)
•einna nafnkunnust. Fyrir utan Hof hætta fjöllin, en yzti
hluti skagans er láglendi öldumyndað með ótal
grágrýtisholt-um, sundursprungnar klappir og urðir og mýra og flóasund
á milli, undir grágrýtinu kemur viða fram móberg og
hnull-ungaberg i hömrum við sjóinn, bæði að vestan við Fossá
og þó einkum að austan, þar eru Ketubjörg alkunn.
Upplendið er kallað Skagaheiði og sækja menn þangað
slægjur frá mörgum bæjum við sjóinn. Innst að
austan-verðu á nesi þessu eru stórt og hátt fjall, sem heitir
Tinda-stóll (Eilifsfjall) (3372’) og gengur Laxárdalur inn bak
við það fjall, en lágur háls liggur að honum að vestanverðu.
Tindastóll er allbreiður að sunnan en mjókkar norður og er
þar örmjó egg efst og smátindar upp úr. Hlíðarnar og
ströndin austan undir Tindastól heitir E eyk j aströnd.

Upp af Skagafirði gengur eitt hið mesta og grösugasta
hórað á Islandi, sem tekur bæði yfir hinn breiða aðaldal,
sem Héraðsvötnin renna eftir, og yfir margar hliðabvgðir
og dali. Fjöllin eru á báða vegu fremur lág næst bygðum
og mjög sundurskorin af skörðum og dalkvosum, en hálsar
og bygðafjöll víða grösug. Aðaldalurinn er 6—7 milur á
lengd og sumstaðar 1—l1 2 mila á breidd, en skiftist efst
i tvo þrönga dali Vesturdal og Austurclal, er
Jökuls-árnar renna eftir og koma þær saman neðan við
hálssporð-inn, er skilur dalina. Jafnhliða Héraðsvötnum að vestan
rennur bergvatnskvisl, sem heitir Svartá, og þar á milli er
Tunguháls, lágur, mjór og langur rani eða hryggur;
dal-urinn niður með Svartá er grunnur og fláir út á við.
Þegar hálsinum sleppir verður undirlendið mjög breitt með
stórum og fögrum engjaflákum og margsett bæjaröð beggja
megin (Hólmurinn). Neðst skiftast Héraðsvötnin um lága

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0251.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free