- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
273

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Suðurlandsundirlendi.

273

Markarfljóti, ef Eyjafjaliasveit ekki er talin með. Stærð
þessa undirlendis má auðvitað reikna ýmisiega, eftir þvi hve
langt er talið upp i landið. svo munað getur nokkrum
fer-hyrningsmilum; aiment er stærðin taiin 70 ferh. milur og
mun það vera nærri sanni. Næst sjó er undirlendið mjög
iágt, suinstaðar nærri jafnlágt sævarfleti, en smátt og smátt
hækkar það þó upp eftir og er á ofanverðum Rangárvöllum
250—300 fet yfir sjó, i Landsveit og Hreppum 3—400 fet,
við Geysi 370 fet o. s. frv. Hallinn er þó svo litill, að
hans gætir varla á svo langri leið, því lágiendið er þar sem
það er breiðast um Flóa, Grimsnes og Biskupstungur 9— 10
milur á breidd, en hin mesta lengd þess næst sjó er 10—11
milur. Neðantil er undirlendið þvinær mishæðalaust, en
siðan koma holt og ásar, t. d. ofan til í Flóa, i
Biskups-tungum og Holtamannahrepp, standa þeir sumstaðar dreifðir,

r

en sumstaðar safnast þeir i hæðadrög og hálsahryggi. A
jöðrum hálendisins eru, einsog fyr hefir verið getið, kringum
undirlendið mörg fell og núpar, en úti á því sjálfu eru
að-eins örfá fjöll. Af einstökum fellum eiu varla önnur
telj-andi, þegar Hreppafjöllum sleppir, en Hestfjall (1.008’) og
Mosfell i Grímsnesi, Vörðufell á Skeiðum (1246’),
Gísl-holtsfjall i Holtum (507’) og Skarðsfjall (1106’) á Landi,
smáhálsarnir og ásarnir eru miklu lægri. Neðan til á
undir-lendinu, þar sem landið er lægst, og ofar, þar sem vatnið
ekki fær næga framrás, eru mýrar miklar og fen og
engja-flákar stórir og arðsamir. Pegar upp eftir clregur er oftast
harðlendara og töðugresi meira i úthögum, næst fjöllunum
er lynggróður viða og góðir bithagar fyrir sauðfé. í Flóa
eru hraun undir jarðvegi og þó mýrar miklar á yfirborði,
af þvi vatn kemst eigi i gegn þar sem svo er láglent, að
sjórinn spyrnir á móti; annars hripar vatnið vanalega
gegn-um hraunin þegar nægilegt er undanfæri, þessvegna er
oft-ast þurt vall-lendi þar sem jarðvegur hvílir á hraunum, svo
er t. d. viða á Skeiðum. I austursveitunum nærri Hekiu
fyrir ofan ÍVerá er jarðvegur alt annar en vestar, þar er
móhella og roksandur i jörðu og víða hraun undir, mikið
af roksandi þeim hefir vist komið ofan af hálendi um hlið

18

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0287.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free