- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
294

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

294

Fl.jót og ár.

er Víðidalsá, hún rennur um Víðidal milli Hofsjökuls og
Kollumúla og hefir skorið sér stórkostleg gljúfur við enda
Kollumúlans áðm hún sameinast Jökulsá. Nokkru neðar
kemur Skyndidalsá að vestan, og er það líka allstór á.
A Jökulsá og Viðidalsá er kláfdráttur, því þær eru oft
ófærar sakir straumhörku, vatnsmegnis og stórgrýtis, og við
Kollumúla er Norðlingavað á Jökulsá. Pegar Jökulsá kemur
niður i bygðina kvislast hún og kastar sér vmist austur eða
vestur, er vatnsmikil og ströng og ber með sér fjarskan
allan af hnullungagrjóti og möl, fellur hún siðan út i
Papa-fjörð, en útrásin er breytileg, stundum beint á Bæjarós,
stundum annarsstaðar. Láglendið i Lóni er nærri eintóm
gróðurlaus malarslétta, mynduð af árburði úr Jökulsá og
ýmsum smáám, er þar renna, meðal þeirra má nefna Karlsá
og Reiðará, sem fellur i Lónafjörð.

Milli Nesja og Mýra falla Hornaf jarðarfljót til sævar,
ákaflega breið og vatnsmikil, þau eru þrir fjórðungar úr
milu á breidd, þar sem vaðið er vanalega, hjá Bjarnanesi,
eru lygn og likjast flrði tilsýndar. Pessi breiðu fljót myndast
af tveim vatnsmiklum ám, er koma undan Vatnajökli, og
eru þær kallaðar A u s t ur f 1 j ó t og V e s tu r f 1 j ó t (eða Suður-

r

fljót), milli þeirra er múli, sem heitir Svinafell. Ur
Vatna-jökli gengur breiður armur beint niður á Svinafell, hann
klýfst um fellið og koma Austurfljótin úr Hoffellsjökli austan
Svinafells, en hin úr Svinafellsjökli að vestan. Austurfljótin
eru strangari og falla um stórgerða aura, en Vesturfljótin
eru lygn og leirbleyta i botni. A aurunum við
Vestiu’-fljótin er einstakt, stórt klappaholt, sem heitir Stóra-Dima,
og annað minna innar, sem heitir Litla-Dima.1) I
Horna-fjarðarfljót rennur Hoffellsá að norðaustan, það er líka
vatnsmikil jökulá, en um Nesin renna ýmsar smáai’
berg-vatnsár, og er Laxá þeirra helzt, hún fellur í Hornafjörð.
I Hornafjarðarfljótum eru óteljandi eyrar og smáhólmar, en
langstærsta eyjan er Skógey, syðst i fljótunum, áður en

’) -Við Jökulsá í Lóni heitir líka Díma, Stóri og Litli Dímon er á
Markarfijótsaurum, Dímon við þjórsárdal o. s. frv.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0308.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free